Jarðskjálfti skelfdi íbúa í Gautaborg

Gautaborg í Svíþjóð.
Gautaborg í Svíþjóð. Mynd tekin af vef Wikipedia.

Jarðskjálfti upp á 2,5 stig hræddi marga íbúa í Gautaborg um tíuleytið í gærkvöldi. Fjölmargir höfðu samband við lögreglu en upptök skjálftans voru vestur af Styrsö-eyju og fannst hann víða á Gautaborgarsvæðinu.

Reynir Böðvarsson, jarðskjálftafræðingur við Uppsalaháskóla, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að skjálftinn hafi verið fremur stór á sænskan mælikvarða. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu stór hann var þar sem ekki eru jarðskjálftamælar á þessum slóðum. Hann telur að skjálftinn hafi verið 2,5 stig eða meira. Jarðskjálftar eru fátíðir í Svíþjóð og mælast yfirleitt ekki fleiri en þrír á ári sem eru þrjú stig eða meira.

SVT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert