Lynn Anderson látin

Lynn Anderson á sviði í apríl 2011.
Lynn Anderson á sviði í apríl 2011. Wikipedia

Lynn And­er­son, sem er einna þekkt­ust fyr­ir að hafa sungið lagið I Never Promised You a Rose Garden, lést í gær, 67 ára að aldri. Í yf­ir­lýs­ingu frá fjöl­skyldu henn­ar seg­ir að hún hafi dáið á Vand­er­bilt sjúkra­stofn­un­inni í Nashville í Tenn­esseeríki í Banda­ríkj­un­um.

Útgef­andi söng­kon­unn­ar sagði sam­kvæmt frétt The Guar­di­an að dánar­or­sök henn­ar hafi verið hjarta­áfall.

Söng­kon­an náði fyrst at­hygli banda­rísku þjóðar­inn­ar þegar hún söng í sjón­varpsþátt­un­um The Lawrence Welk á ár­un­um 1967 til 1969.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert