Texasbúi skaut beltisdýr - beltisdýrið skaut til baka

Beltisdýr.
Beltisdýr.

Texasbúi nokkur varð var við beltisdýr á landareign sinni og ákvað að skjóta það. Maðurinn, sem var óvopnaður þegar hann sá dýrið, fór inn í húsið til að ná í skammbyssuna sína og skaut þremur skotum að dýrinu.

Ekki vildi betur en svo að eitt skotið endurkastaðist af brynvörn beltisdýrsins í kjálka mannsins, sem flytja þurfti á spítala með flugi, þar sem kjálkinn á honum var „víraður saman“ eins og segir í frétt á vef Independent. Ekki er vitað hvernig fór fyrir beltisdýrinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem beltisdýr snýr vörn í sókn gegn fólki sem reynir að skjóta það. Í apríl ætlaði hinn 54 ára gamli Larry McElroy að skóta beltisdýr, en ekki fór betur en svo að kúlan skoppaði af brynvörn dýrsins, í girðingu, gegnum bakdyr á húsi tengdamömmu hans og í bakið á henni, þar sem hún sat í hægindastól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert