Tíu voru skotnir í skotárásum á tveggja tíma tímabili í Baltimore í Marylandríki í nótt. Einn lét lífið í árásunum. Árásirnar hófust klukkan 12:30 og lauk ekki fyrr en þrjú um nóttina þegar sjö voru skotnir. 28 ára gamall karlmaður var skotinn ítrekað í andlitið og búk. Lögreglumenn fundu hann klukkan 2:26 í nótt og var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Baltimore Sun greinir frá þessu.
Morðið er annað morðið á jafnmörgum dögum í ágúst. 45 voru drepnir í Baltimoreborg í júlí, en borgin hefur þann vafasama heiður að vera í fjórða sæti yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem flest morð eru framin miðað við íbúafjölda. Aðeins St. Louis, Detroit og New Orleans eru í verri málum þegar kemur að morðum.
Um 20 mínútum síðar var lögreglan í Baltimore kölluð á spítala, þar sem fimm manns höfðu komið með skotsár. Stuttu síðar rákust lögreglumenn á tvö fórnarlömb í viðbót. Allir hinir særðu höfðu verið skotin í fæturna og ástand þeirra sagt stöðugt.
Fórnarlömbin voru tvær konur, 20 og 23 ára, og karlmenn á aldrinum 22 til 25 ára. Um hálftvö í nótt var lögreglan kölluð til enn einu sinni, þar sem 21 árs gamall maður fannst, sem hafði verið skotinn ítrekað í brjóstkassa og neðri búk. Maðurinn er í lífshættu.