Fæddist á almenningsklósetti

Klósett.
Klósett. mbl.is

Nýfædd stúlka fannst á almenningsklósetti í höfuðborg Kína, Peking en höfuð stúlkunnar var komið niður í klósettlögnina þegar að var komið. Allt bendir til þess að móðirin hafi fætt hana á klósettinu, samkvæmt fréttum kínverskra fjölmiðla í dag.

Lögreglu barst tilkynning frá fólki sem átti leið um og heyrði barnsgrát inni á klósettinu, samkvæmt frétt Beijing Times. Það var lögregluþjónn sem náði stúlkunni upp úr pípulögn klósettsins og var hún samstundis flutt á sjúkrahús. Ekkert virðist ama að litlu stúlkunni.

Blóð í kringjum klósettskálina og sú staðreynd að foreldrarnir tilkynntu ekki um að barnið hafi fallið í klósettið þykir benda til þess að hún hafi fæðst á klósettinu og verið skilin eftir. Lögreglan leitar nú foreldranna en börn eru enn borin út í Kína þó það gerist ekki oft. Börn sem fædd eru utan hlýju hjónasængur eru helstu fórnarlömbin vegna félags- og efnahagslegs þrýstings frá samfélaginu. Eins geta foreldrar átt von á háum sektum brjóti þeir bann við reglu um eitt barn í fjölskyldu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert