Drápið á Cecil hefur víðtæk áhrif

Delta Airlines mun ekki lengur flytja ljónshausa frá Afríku til …
Delta Airlines mun ekki lengur flytja ljónshausa frá Afríku til Bandaríkjanna. AFP

Bandarísku flugfélögin Delta og American Airlines hafa ákveðið að banna flutning á stórum dýrum sem hafa verið drepin af veiðimönnum. Bannið sett í kjölfarið á drápinu á ljóninu Cecil sem bandarískur tannlæknir drap nýverið í Simbabve.

Í frétt BBC kemur fram að flugfélögin segi að bannið nái til ljóna, nashyrninga, hlébarða, fíla og vísunda. 

Delta flýgur á milli Bandaríkjanna og fjölmargra afrískra borga en American Airlines flýgur til átta borga í Afríku sunnan Sahara. 

Drápið á Cecil var ólöglegt og hafa yfirvöld í Simbabve farið fram á að tannlæknirinn, Walter Palmer, verði framseldur sem og bandarískur læknir, Jan Casimir, sem er grunaður um að hafa drepið ljón í landinu í apríl.

Cecil.
Cecil. AFP
Fyrir utan tannlæknastofu Walters Palmers
Fyrir utan tannlæknastofu Walters Palmers AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert