Fleiri morð framin í New York

Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar.
Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. AFP

Tíðni morða í New York, stærstu borg Bandaríkjanna, hækkaði um meira en tíu prósent á seinasta ári. Alls voru 193 morð framin í borginni í fyrra, samanborið við 174 morð árið 2013, samkvæmt nýjum tölum. Aukningin er 10,9% á milli ára.

Sú var tíðin að New York var kölluð morðhöfuðborg Banda­ríkj­anna, áður en her­ör var skor­in upp gegn glæp­um. 

Aðspurður um hækkandi morðtíðni í borginni sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York: „Lítum á staðreyndirnar og hættum þessari móðursýki. Morðum fjölgaði, það er engin spurning um það. Ég trúi því að við munum snúa þeirri þróun við,“ sagði hann.

Í fyrra höfðu færri morð ekki verið fram­in í borg­inni á einu ári í hálfa öld, að sögn borgarstjórans.

Hann sagði að lögreglan hefði unnið sérlega gott starf sem hefði skilað sínu. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að morðtíðnin myndi bráðlega lækka.

Árið 1990 voru fram­in yfir 2.260 morð í New York-borg, sem þýðir að tólf sinn­um færri morð voru fram­in í ár en fyr­ir 22 árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert