Segir að Heath hafi nauðgað sér

Edward Heath.
Edward Heath. AFP

Breti hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að lögreglan greindi frá því að rannsókn væri hafin á meintu barnaníði Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. Lögreglan hvatti fórnarlömb Heath að gefa sig fram og að sögn mannsins nauðgaði Heath honum þegar hann var tólf ára gamall.

Í frétt Telegraph kemur fram að Heath er hæst setti stjórnmálamaðurinn í Bretlandi sem blandast inn í barnaníðsrannsókn gegn þúsundum barna. 

Í bréfi sem maðurinn sendi lögmanni sínum kemur fram að Heath beitti hann kynferðisofbeldi á Mayfair hótelinu árið 1961 þegar Heath var þingmaður. 

Í frétt Guardian kemur fram að breska lögreglan hafi í talsverðan tíma rannsakað meint brot Heath gagnvart börnum.

Heath lést árið 2005, 89 ára að aldri, en hann var forsætisráðherra frá 1970 til 1974.

Frétt Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert