Fullkomin tortíming

00:00
00:00

Kolaðir lík­am­ar flutu á ísöltu vatn­inu sem rann um Hiros­hima fyr­ir 70 árum, eft­ir að hin áður líf­lega borg varð fyr­ir fyrstu kjarn­orku­árás sög­unn­ar. Lykt­in af brenndu holdi fyllti loftið er fjöldi al­var­lega slasaðra íbúa freistaði þess að leita skjóls frá eld­haf­inu í ánum. Hundruðir urðu und­ir í ör­vænt­ing­unni og komu aldrei upp úr vatn­inu.

„Það kom hvítt, silfrað leift­ur,“ seg­ir Sunao Tsu­boi, 90 ára, um augna­blikið þegar Banda­ríkja­menn beittu gjör­eyðilegg­ing­ar­vopni sínu. „Ég veit ekki af hverju ég komst af og lifði svo lengi. Því meira sem ég hugsa um það, því sárs­auka­fyllra er að rifja það upp,“ seg­ir hann.

Þrátt fyr­ir að sjö ára­tug­ir séu liðnir frá árás­inni eru sýni­leg og ósýni­leg ör enn til staðar.

Gríðar­stórt ský

Klukk­an 8.15 hinn 6. ág­úst 1945, varpaði B-29 sprengju­vél að nafni Enola Gay „Little Boy“; úr­an­sprengju hvers eyðilegg­ing­ar­mátt­ur jafn­gilti 16 þúsund tonn­um af TNT. Aðeins 43 sek­únd­um seinna, þegar sprengj­an var í um 600 metra fjar­lægð frá jörðu, sprakk hún og myndaði eld­kúlu, millj­ón gráðu heita.

Nærri allt í kring brann til ösku og 4.000 gráðu eld­vegg­ur skall á jörðinni. Bygg­ing­ar úr steini stóðu eft­ir en allt og all­ir ná­læg­ir hurfu í eld­hafi. Högg­bylgju sem náði 1,5 km/​sek­úndu hraða lagði frá miðju spreng­ing­ar­inn­ar og bar með sér allt laus­legt. Aflið var nægi­legt til að rífa limi af líköm­um.

Loftþrýst­ing­ur féll og allt um­hverf­is marðist niður, en gríðar­stórt sveppa­laga ský steig til himns og náði 16 kíló­metra hæð yfir borg­inni.

Talið er að um 140.000 manns hafi látið lífið í árás­inni, þar með tald­ir þeir sem lifðu spreng­ing­una en dóu skömmu seinna vegna geisl­un­ar.

Tsu­boi, sem þá var námsmaður, var stadd­ur um 1,2 kíló­metra frá miðju spreng­ing­ar­inn­ar og missti bók­staf­lega fót­anna vegna höggs­ins og hit­ans. Þegar hann gat loks staðið á fæt­ur héngu föt­in í hengl­um af brennd­um lík­ama hans, æðar úr opn­um sár­um og hann hafði misst hluta eyr­anna.

Tsu­boi man eft­ir að hafa séð hvernig hægra augað hékk úr ungri stúlku. Þá kom hann einnig auga á konu sem reyndi ár­ang­urs­laust að koma í veg fyr­ir að iður sín féllu út um gat á boln­um.

„Það voru lík alls staðar,“ seg­ir Tsu­boi. „Sum út­lima­laus, öll koluð. Ég sagði við sjálf­an mig: Eru þetta mann­eskj­ur?“

Marg­ir lét­ust af sár­um sín­um klukku­stund­um og dög­um seinna. Lágu þar sem þeir féllu, ör­vænt­inga­full­ir eft­ir hjálp sem aldrei kom, eða e.t.v. aðeins dropa að drekka.

Breytt líf

Þeir sem lifðu áttu eft­ir að upp­lifa geisl­un­ar­veiki. Það blæddi úr tann­gómn­um og fólk missti tenn­ur og hár. Það greind­ist með krabba­mein og börn komu í heim­inn langt fyr­ir tím­ann. Van­sköpuð börn og skyndi­leg dauðsföll voru einnig af­leiðing­ar árás­ar­inn­ar.

Þegar fregn­ir bár­ust af hinum óþekkta sjúk­dóm voru eft­ir­lif­end­ur úti­lokaðir frá sam­fé­lag­inu þar sem fólk óttaðist smit. Í mörg ár var erfitt fyr­ir þá að fá vinnu og stofna fjöl­skyldu. Enn þann dag í dag forðast sum­ir að tala um reynslu sína af ótta við mis­mun­un.

Þeir eru kallaðir hi­bak­usha; þeir sem hafa lifað kjarn­orku­árás.

Móðir Kazumi Matsui, borg­ar­stjóra Hiros­hima, lifði hinn hræðilega at­b­urð. Hann hef­ur aðeins ný­verið byrjað að tala um áhrif spreng­ing­ar­inn­ar á líf sitt. „Ég þekki það per­sónu­lega hvernig ein sprengja get­ur breytt lífi fjölda fólks,“ seg­ir hann.

Þrem­ur dög­um eft­ir að Banda­ríkja­menn réðust gegn Hiros­hima, vörpuðu þeir plútón­sprengju á hafn­ar­borg­ina Naga­saki. Um 74.000 manns lét­ust. Árás­irn­ar tvær voru rot­höggið í stríðinu gegn Jap­an, sem lýstu upp­gjöf 15. ág­úst 1945. Það markaði enda seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar.

Stuðnings­menn árás­anna vilja meina að jafn­vel þótt þær hafi kostað fjölda fólks lífið, hafi fleir­um verið bjargað, þar sem frek­ari stríðsrekst­ur og jafn­vel inn­rás hefðu haft mun meira mann­fall í för með sér.

Masafumi Taku­bo, kjarn­orku­sér­fræðing­ur, seg­ir þær hins veg­ar haft for­vitni­lega hliðar­verk­un; þær hafi valdið því að marg­ir Jap­an­ir end­ur­rituðu sög­una og settu sig í hlut­verk fórn­ar­lambs­ins.

Heim­ur án kjarn­orku?

Stjórn­mála­leiðtog­ar í Hiros­hima og Naga­saki hafa löng­um bar­ist fyr­ir kjarn­orku­vopna­laus­um heimi. Frank von Hipp­el, sér­fræðing­ur við Princet­on Uni­versity, seg­ir að vopn­in hafi öðlast bann­helgi í kjöl­far árás­anna, sem hafi í raun verið heims­byggðinni til bjarg­ar.

„Við höf­um ferðast um lang­an veg, að ég tel. Við meg­um ekki gef­ast upp á af­vopn­un. Hætt­an er of mik­il,“ seg­ir von Hipp­el, sem eitt sinn starfaði í Hvíta hús­inu.

„Það hefði aldrei átt að varpa atóm­sprengj­unni, hún hefði aldrei átt að verða til,“ seg­ir Kei­ko Ogura, sem var átta ára þegar hann upp­lifði áhrif spreng­ing­ar­inn­ar í Hiros­hima.

Hvað Tsu­boi varðar von­ast hann til þess að leiðtog­ar heims heim­sæki Hiros­hima til að heyra hvernig það var að verða und­ir „sveppa­ský­inu“. Hann biður ekki um af­sök­un­ar­beiðni, en vill tryggja að sag­an end­ur­taki sig ekki.

„Við meg­um aldrei gleyma,“ seg­ir hann.

Þessi mynd var tekin af bandaríska hernum þegar sprengjunni hafði …
Þessi mynd var tek­in af banda­ríska hern­um þegar sprengj­unni hafði verið varpað á Hiros­hima. AFP
Borgin þremur mánuðum eftir árásina.
Borg­in þrem­ur mánuðum eft­ir árás­ina. AFP
Atomic Bomb Dome minnivarðinn í dag. Byggingin sést einnig á …
Atomic Bomb Dome minni­v­arðinn í dag. Bygg­ing­in sést einnig á mynd­inni fyr­ir ofan, sem sýn­ir borg­ina eft­ir árás­ina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert