Japanir tvístígandi gagnvart kjarnorku

Fjöldi fólks lagði leið sína í friðar- og minningagarðinn í …
Fjöldi fólks lagði leið sína í friðar- og minningagarðinn í Hiroshima í dag til að minnast þess að 70 ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu atómsprengju á borgina. AFP

Tugþúsund­ir söfnuðust sam­an í Hiros­hima í dag til að minn­ast þess að 70 ár eru liðin frá því að Banda­ríkja­menn vörpuðu atóm­sprengju á borg­in í fyrstu kjarn­orku­árás sög­unn­ar. Skoðanir eru enn skipt­ar um það hvort árás­irn­ar á Hiros­hima og Naga­saki hafi verið rétt­læt­an­leg­ar.

Bjöllu­hljóm­ur ómaði þegar viðstadd­ir viðhöfðu þögn klukk­an 8.15 að staðar­tíma, en það var á þeirri stundu fyr­ir sjö ára­tug­um sem borg­in hvarf í eld­hafi og gríðar­stóru skýi sem teygði sig til him­ins.

Þúsund­ir lét­ust sam­stund­is en fjöldi dó úr sár­um sín­um og geislaveiki dag­ana og vik­urn­ar eft­ir árás­ina.

Meðal viðstaddra í dag voru börn, aldn­ir eft­ir­lif­end­ur og full­trú­ar 100 ríkja, sem lögðu blóm að minn­is­varða í friðar- og minn­ing­arg­arði borg­ar­inn­ar. Þá var dúf­um sleppt við at­höfn­ina.

Address by Prime Mini­ster Abe at the Hiros­hima Peace Memorial Ceremony which was held today: <a href="http://​t.co/​1AP­FLiCdiM">http://​t.co/​1AP­FLiCdiM</​a>

„Þar sem við erum eina landið sem hef­ur orðið fyr­ir árás með atóm­sprengju, er það verk­efni okk­ar að skapa heim án kjarn­orku­vopna,“ sagði Shinzo Abe, for­sæt­is­ráðherra Jap­an. „Okk­ur hef­ur verið falið að koma á fram­færi mis­kunn­ar­leysi kjarn­orku­vopna, til kom­andi kyn­slóða og þvert á landa­mæri.“

Abe sagði að Jap­an­ir hygðust leggja fram álykt­un um bann gegn kjarna­vopn­um á als­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna síðar á þessu ári. John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, sem er stadd­ur í op­in­berri heim­sókn í Malas­íu, lýsti árás­inni á Hiros­hima sem afar áhrifa­mik­illi áminn­ingu um af­leiðing­ar stríðsrekst­urs.

Al­gjör illska

Á næst­unni stend­ur til að end­ur­ræsa kjarna­kljúf í suður­hluta Jap­an, þann fyrsta frá því að flóðbylgja skapaði hættu­ástand í og við Fukus­hima-kjarn­orku­verið. Um var að ræða eitt versta kjarn­orku­slys sög­unn­ar eft­ir Cherno­byl-slysið árið 1986 og þorri al­menn­ings er því mót­fall­inn að kljúf­arn­ir verði gang­sett­ir.

Abe hef­ur einnig verið gagn­rýnd­ur fyr­ir aðgerðir til að efla vald og um­svif herafla lands­ins, sem hingað til hef­ur ein­göngu haft það hlut­verk að sinna vörn­um lands­ins. Varn­ar­málaráðherr­ann Gen Nakat­ani hef­ur viður­kennt að þær breyt­ing­ar sem þingið hef­ur til umræðu gætu opnað á þann fræðilega mögu­leika að Jap­an­ir færðu kjarn­orku­vopn í hend­ur banda­manna sinna, en seg­ir það ólík­legt.

Eft­ir­lif­end­ur kjarn­orku­árás­anna á Hiros­hima og Naga­saki, þekkt­ir sem hi­bak­usha, hafa farið fram á að Abe falli frá áform­um sín­um. „Þú mátt aldrei gera Jap­an að landi sem end­ur­tek­ur mis­tök fortíðar,“ sagði Yukio Yos­hi­oka, 86 ára, við for­sæt­is­ráðherr­ann í dag.

Í ár­legri ræðu sinni kallaði borg­ar­stjóri Hiros­hima, Kazumi Matsui, kjarn­orku­vopn „hreina illsku“.

Talið er að um 140.000 manns hafi látið lífið af völd­um sprengj­unn­ar, sam­stund­is og dag­ana og vik­urn­ar á eft­ir.

Paul Tibb­ets, flugmaður­inn sem varpaði sprengj­unni á Hiros­hima, lést árið 2007 en sagði skömmu áður að hann væri þess full­viss að Banda­ríkja­menn hefðu gert hið rétt með því að nota atóm­sprengj­una gegn Japön­um. Ákvörðunin hef­ur verið um­deild, en því hef­ur verið haldið fram að hún hafi bjargað líf­um með því að forða stríðandi fylk­ing­um frá frek­ari stríðsrekstri og jafn­vel inn­rás.

Dúfur fljúga yfir minningagarðinum en í bakgrunninum sést glitta í …
Dúf­ur fljúga yfir minn­ingag­arðinum en í bak­grunn­in­um sést glitta í hvelf­ing­una á Genbaku, A-Sprengju Hvelf­ing­unni, en hún var eina bygg­ing­in sem stóð eft­ir á því svæði þar sem sprengj­an kom niður. AFP
Maður biður fyrir fórnarlömbum árásarinnar við minnisvarða í minningagarðinum.
Maður biður fyr­ir fórn­ar­lömb­um árás­ar­inn­ar við minn­is­varða í minn­ingag­arðinum. AFP
Caroline Kennedy, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, var fulltrúi landsins við …
Carol­ine Kenn­e­dy, sendi­herra Banda­ríkj­anna í Jap­an, var full­trúi lands­ins við at­höfn­ina í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert