Næstum því 400 meðlimir kúrdíska verkamannaflokksins PKK hafa látið lífið og mörg hundruð hafa særst í loftárásum tyrkneskra hersins í Norður-Írak síðustu tvær vikurnar. Greint var frá þessu í tyrkneskum fjölmiðlum í dag.
Vitnað er í skýrslu þar sem fram kemur m.a. að minnsta kosti fjórir leiðtogar flokksins og 30 konur væru meðal látinna en konurnar börðust meðal uppreisnarmanna.
Tyrknesk yfirvöld hófu árásir gegn Ríki íslams og PKK skæruliðum í síðasta mánuði en það var gert til að svara fyrir árásir þeirra í Tyrklandi. Samkvæmt frétt AFP hafa flestar loftárásirnar beinst að Kúrdum á meðan aðeins þrjár beindust að Ríki íslams.
„Hingað til hafa 390 hryðjuverkamenni verið teknir úr umferð og 400 aðrir særðir, þar af 150 alvarlega,“ sagði í frétt fjölmiðilsins Anatolia.
PKK hefur þó náð að halda uppi árásum sínum á Tyrki og drepið að minnsta kosti 20 meðlimi öryggissveita þeirra síðustu vikur.