Reyndi að smygla 18 flóttamönnum

Frá Calais þar sem þúsundir bíða eftir því að komast …
Frá Calais þar sem þúsundir bíða eftir því að komast yfir til Bretlands. AFP

Breska lögreglan stöðvaði för flutningabíls á hraðbraut skammt frá Flamstead í gær. Í ljós kom að í bílnum voru átján flóttamenn sem talið er að ökumaðurinn hafi verið að smygla inn í landið. Ökumaðurinn, sem er fertugur Pólverji, er í haldi lögreglu grunaður um mansal.

Bifreiðin var stöðvuð í um það bil 178 km fjarlægð frá Folkestone þar sem göngin yfir Ermarsund eru Bretlandsmegin.

Lögreglan fékk ábendingu um að eitthvað grunsamlegt væri á ferðinni varðandi flutningabílinn en talið er að fólkið hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti. 

Fleiri þúsund flóttamenn og förufólk hefur reynt að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands í von um betra líf.

Utanríkisráðherra Bretlands, Philip Hammond, varaði við því í dag að lífsgæði í Evrópu muni versna ef milljónir förufólks frá Afríku komi til álfunnar.

„Svo lengi sem lög Evrópusambandsins eru eins og þau eru þá þurfa margir þeirra aðeins að bregða fæti á evrópska grund til þess að vera nokkuð öruggir um að vera ekki sendir til síns heima aftur,“ sagði Hammond í viðtali við BBC í morgun.

Hann segir ástandið núna ekki líðandi þar sem Evrópa getur ekki varið sig og viðhaldið lífsgæðum sínum og félagslegum aðstæðum ef álfan þarf að taka á móti milljónum förufólks frá Afríu. 

Af ríkjum ESB þá er Bretland sjötta vinsælasta landið meðal hælisleitenda með tæplega 32 þúsund umsóknir í fyrra. En flestir sóttu um hæli í Þýskalandi, tæplega 203 þúsund og tæplega 63 þúsund sóttu um hæli í Frakklandi.

Í Calais í Frakklandi
Í Calais í Frakklandi AFP
Frá flóttamannabúðunum New Jungle í Calais,
Frá flóttamannabúðunum New Jungle í Calais, AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert