Elska konur sem skína í nóttinni

00:00
00:00

Fatou er aðeins 26 ára göm­ul en mörg lög af húðlýs­ing­ar­kremi hafa gert húð henn­ar marm­aralita. Hún er kölluð „salam­andran“ en ekk­ert get­ur stöðvað hár­greiðslu­kon­una frá Abi­djan í að nota lýs­ing­ar­efni á húð sína. „Ég elska ljósa húð,“ seg­ir hún. „Ég get ekki hætt.“

Marg­ar kon­ur á Fíla­beins­strönd­inni, og vax­andi fjöldi karla, nota krem og önn­ur efni með hættu­leg­um inni­halds­efn­um til að lýsa húð sína, jafn­vel þótt að stjórn­völd hafi gripið inn í og reynt að koma í veg fyr­ir notk­un þeirra.

Í apríl sl. bönnuðu yf­ir­völd notk­un lýs­ing­ar­krema af heil­brigðis­ástæðum, en krem­in geta valdið út­brot­um og krabba­meini auk þess sem frjáls­leg notk­un þeirra get­ur leitt til háþrýst­ings og syk­ur­sýki að sögn sér­fræðinga.

Meðal þeirra vara sem hafa verið bannaðar eru krem sem inni­halda kvikasilf­ur, ákveðna stera, A-víta­mín og mikið magn hýdrókínons, en það er m.a. notað í fram­köll­un­ar­vökva og sem bleiki­efni við sýnameðferð.

Hætt­ur þær sem fel­ast í notk­un lýs­ing­ar­efn­anna virðast þó ekki hafa dregið úr áhuga Fíla­beins­strend­inga á ljós­ari húð.

„Þær færa birtu og ljóma inn í svefn­her­bergið“

Eng­in töl­fræði er til um notk­un lýs­ing­ar­efna á Fíla­beins­strönd­inni en svo­kallaðir „tchatchos“, þ.e. þeir sem hafa lýst húð sína, eru víða í Abi­djan. Þeir eru þekkj­an­leg­ir á hnú­un­um og oln­bog­un­um, sem halda jafn­an dökk­um lit.

Þrátt fyr­ir bannið eru lýs­ing­ar­efn­in enn til sölu í versl­un­um borg­ar­inn­ar, en versl­un­ar­menn vita sem er að neyt­end­ur munu halda áfram að nota þau þrátt fyr­ir áhætt­una.

„Við vit­um að lýs­ing­ar­vör­urn­ar okk­ar eru hættu­leg­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri snyrti­vöru­fram­leiðanda. Hann bæt­ir því hins veg­ar við að ef vör­urn­ar væru tekn­ar af markaði myndi fólk freist­ast til að búa til sín eig­in efni, sem væri verra.

„Við að minnsta kosti þekkj­um sam­setn­ing­una,“ seg­ir hann um vör­ur fyr­ir­tæk­is­ins.

Sum­ar kon­ur segja að það sé þrýst­ing­ur frá sam­fé­lag­innu, sér­stak­lega frá körl­um, sem neyði þær til að lýsa húð sína.

„Það eru karl­ar sem ýta kon­um útí það að lýsa húð sína,“ seg­ir Marie-Grace Amani, sem hef­ur lýst húð sína sl. fjög­ur ár. Und­ir þetta tek­ur heil­brigðisráðherr­ann Raymonde Goudou Coffie.

Karl­ar á Fíla­beins­strönd­inni „elska kon­ur sem skína í nótt­inni,“ seg­ir hún í sam­tali við AFP. „Þær færa birtu og ljóma inn í svefn­her­bergið.“

Inn­an­tóm­ar aðgerðir

Þrátt fyr­ir að þrír mánuðir hafi liðið frá því að bannið gegn lýs­ing­ar­efn­un­um tók gildi eru snyrti­stof­ur enn ófeimn­ar við að aug­lýsa vör­urn­ar. Þær telja m.a. sáp­ur sem bera heiti á borð við „Ljómi og Hvítt“ og „Lík­ams Hvítt“ og eng­um dylst til hvers þær eru ætlaðar.

„Eft­ir að við höf­um vakið fólk til meðvit­und­ar mun­um við stíga næsta skref sem er að fjar­lægja vör­urn­ar af markaði,“ seg­ir Coffie. Sér­stök nefnd hef­ur verið sett á lagg­irn­ar til að fylgja eft­ir bann­inu en helsti óvin­ur­inn eru menn­ing­ar­leg­ir feg­urðarstaðlar.

Fyr­ir­sæt­ur með lýsta húð prýða aug­lýs­inga­skilti út um alla Abi­djan og pró­fess­or­inn og húðlækn­ir­inn Eli­dje Ekra seg­ir að jafn­vel þótt bannið sé af hinum góða, sé það „hol skel“.

„Við sjá­um kon­ur í sjón­varp­inu sem nota hinar æt­andi vör­ur. Virða þeir bannið sem eiga að fram­fylgja því?“

Sér­fræðing­ar segja að svo lengi sem fólk hafi vilja til að lýsa húð sína muni það finna leiðir til þess.

„Við segj­um fólki að það sé ekki gott fyr­ir heilsu þess, en ef þeir fá eitt­hvað gott út úr því... Við get­um ekki bannað fólki að gera það sem það vill,“ seg­ir Paul Aristi­de Kadia, sem versl­ar með lýs­ing­ar­efn­in.

Húðlýs­ing tíðkast víðar en á Fíla­beins­strönd­inni og er út­breidd í Afr­íku, sem og sumstaðar í Asíu. Í Senegal var efnt til mik­illa mót­mæla gegn húðlýs­ingu árið 2013, en þar gengu menn ekki svo langt að banna vör­urn­ar.

Þessi kona notar húðlýsingarefni. Bann gegn efnunum virðist ekki hafa …
Þessi kona not­ar húðlýs­ing­ar­efni. Bann gegn efn­un­um virðist ekki hafa haft til­ætluð áhrif, a.m.k. ekki enn sem komið er. AFP
Mikið úrval lýsingarefna er á markaði.
Mikið úr­val lýs­ing­ar­efna er á markaði. AFP
Konur veigra sér ekki við því að nota lýsingarefnin jafnvel …
Kon­ur veigra sér ekki við því að nota lýs­ing­ar­efn­in jafn­vel þótt þau geti valdið krabba­meini, háþrýst­ingi og syk­ur­sýki. AFP
Tvær tegundir lýsingarefna.
Tvær teg­und­ir lýs­ing­ar­efna. AFP
Efnin geta valdið því að húðin verður blettótt.
Efn­in geta valdið því að húðin verður blett­ótt. AFP
Yfirvöld segja að næsta skref muni felast í því að …
Yf­ir­völd segja að næsta skref muni fel­ast í því að fjar­lægja vör­urn­ar af markaði. AFP
Rótgrónir fegurðarstaðlar gera yfirvöldum erfitt fyrir í baráttunni.
Rót­grón­ir feg­urðarstaðlar gera yf­ir­völd­um erfitt fyr­ir í bar­átt­unni. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert