Í kynlífsánauð í fimm ár

Johnson hjónin.
Johnson hjónin. Skjáskot af The Independent.

Par í Flórída í Banda­ríkj­un­um var hand­tekið á þriðju­dag­inn en þau eru sökuð um að haft 13 ára stúlku í kyn­lífs­ánauð og halda henni á heim­ili þeirra í rúm­lega fimm ár. Þau Rob John­son og Marie John­son eru bæði á fimm­tugs­aldri. Þau tóku að sér stúlk­una þegar að móðir henn­ar lést.

The In­depend­ent grein­ir frá þessu.

Stuttu eft­ir að stúlk­an flutti inn var henni sagt að hún gæti aðeins verið hluti af fjöl­skyld­unni ef hún myndi stunda kyn­líf með par­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í Port St. Lucie voru þau hand­tek­in á þriðju­dag­inn og ákærð fyr­ir kyn­ferðis­brot.

Stúlk­an sagði lög­reglu­mönn­um að hún hafi þurft að kalla Rob John­son „meist­ara“ (e. master) og að Marie John­son hafi ýtt henni upp að vegg og haldið um háls henn­ar þar til hún samþykkti kyn­ferðis­leg­ar kröf­ur henn­ar. Að sögn stúlk­unn­ar var hún einnig lam­in þegar hún náði ekki að fylgja skip­un­um pars­ins eða klára hús­verk­in.

Nafn stúlk­unn­ar hef­ur ekki verið gefið upp en hún seg­ir að mis­notk­un­in hafi staðið yfir í fimm ár eða þar til hún varð átján ára göm­ul.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu kenndi Rob John­son fjöl­skyld­unni kristi­leg fræði á heim­il­inu og notaði kafla úr Gamla testa­ment­inu til þess að rétt­læta gjörðir fólks­ins.

Að sögn lög­reglu var stúlk­unni kennt heima og bannað að nota síma. Þar að auki var hún lát­in æfa hvað hún skyldi segja við lækna ef hún yrði spurð um hvort hún stundaði kyn­líf.

Stúlk­an náði að yf­ir­gefa heim­ilið þegar að amma henn­ar keypti handa henni flug­miða til Ohio fyr­ir þrem­ur árum. Hún er 21 árs í dag. Hjón­in komu fram fyr­ir dóm­ara á þriðju­dag­inn og var þeim sleppt eft­ir að þau greiddu trygg­inga­gjald.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert