Dúfa sem reyndi að smygla eiturlyfjum inn í fangelsi í Kosta Ríka hefur verið handsömuð.
Það sást til dúfunnar þar sem hún lenti í miðjum garði í La Reforma fangelsinu. Hún var handsömuð á staðnum.
Eiturlyfin voru falin í eins konar litlum poka sem hafði verið komið fyrir framan á brjósti dúfunnar.
Yfirmenn fangelsisins telja líklegt að dúfan hafi átt að koma eiturlyfjunum til fanga sem hafi þjálfað hana til verksins.
„Smyglarar nota ótrúlegar leiðir til að reyna að ná markmiðum sínum,“ sagði Paul Bertozzi, fangelsismálastjóri, við fjölmiðla. Hann sagði að þeir þyrftu að fylgjast vel með öllum hreyfingum.
„Að nota dúfu er ekkert nýtt fyrir okkur. Áður hafa smyglarar notað ketti og hunda til að koma eiturlyfjum í fangelsi. Dúfur virðast vera nýjasta dýrið,“ bætti Bertozzi við.
Farið var með dúfuna í dýragarð þar sem búist er við þvi að hún dvelji í búri.