Fjórir létust í flugslysi í suðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í dag þegar tvær litlar flugvélar rákust á. Slysið átti sér stað nálægt mexíkósku landamærunum, en þær rákust saman nálægt Brown field flugvellinum í San Diego.
Vélarnar voru tveggja hreyfla Sabreliner og eins hreyfils Cessna 172. Ekki er enn vitað hvernig óhappið átti sér stað, en verið er að rannsaka vettvang.