Fjórir létust í flugslysi

Vél að gerðinni Cessna 172, eins og sú sem klessti …
Vél að gerðinni Cessna 172, eins og sú sem klessti á Sabreliner vélina. AFP

Fjórir létust í flugslysi í suðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í dag þegar tvær litlar flugvélar rákust á. Slysið átti sér stað nálægt mexíkósku landamærunum, en þær rákust saman nálægt Brown field flugvellinum í San Diego. 

Vélarnar voru tveggja hreyfla Sabreliner og eins hreyfils Cessna 172. Ekki er enn vitað hvernig óhappið átti sér stað, en verið er að rannsaka vettvang. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert