Þjóðverjar taka við rekstri 14 flugvalla

AFP

Gríska rík­is­stjórn­in samþykkti í dag að þýska fyr­ir­tækið Fra­port-Slentel tæki við rekstri fjór­tán flug­valla í Grikklandi til næstu fjöru­tíu ára. Samn­ing­ur­inn er met­inn á 1,23 millj­arða evra, sem jafn­gild­ir um 181 millj­arði ís­lenskra króna.

Um er að ræða flug­velli á mörg­um af helstu ferðamanna­stöðum Grikk­lands.

Sein­asta rík­is­stjórn Grikk­lands hafði náð sam­komu­lagi við Fra­port en ákveðið var að bíða með málið eft­ir að rík­is­stjórn Al­ex­is Tsipras, leiðtoga vinstri­flokks­ins Syr­iza, komst til valda í janú­ar­mánuði.

Gríska rík­is­stjórn­in staðfesti í dag að hún hefði samþykkt einka­væðing­una fyr­ir sitt leyti. Í til­kynn­ingu frá Fra­port sagði hins veg­ar að enn ætti eft­ir að skrifa und­ir samn­ing­inn. Viðræður væru enn í gangi.

Fra­port „á ekki von á því að gengið verði frá sam­komu­lagi á þessu ári,“ sagði talsmaður fyr­ir­tæk­is­ins í sam­tali við AFP.

Þetta er fyrsta einka­væðing­in sem til­kynnt er um eft­ir að fjár­málaráðherr­ar evru­ríkj­anna samþykktu á föstu­dag­inn að veita Grikkj­um 86 millj­arða evra lán gegn ströng­um skil­yrðum.

Rík­is­stjórn Tsipras hef­ur fall­ist á að selja rík­is­eign­ir í sam­ræmi við sam­komu­lagið við lán­ar­drottna Grikk­lands. Leig­an á flug­völl­un­um fjór­tán er liður í því sam­komu­lagi.

Lán­ar­drottn­arn­ir hafa meðal ann­ars gert þá kröfu að grísk stjórn­völd setji á stofn sér­stak­an fimm­tíu millj­arða evra sjóð um rík­is­eign­ir sín­ar. 

Fra­port hyggst verja að minnsta kosti 330 millj­ón­um evra í end­ur­bæt­ur og fram­kvæmd­ir við flug­vell­ina fjór­tán á næstu fjór­um árum. Alls munu þeir verja 1,4 millj­arða evra í flug­vell­ina á fjöru­tíu ára samn­ings­tím­an­um.

Fra­port rek­ur meðal ann­ars alþjóðaflug­völl­inn í Frankfurt í Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert