Fyrsta transmanneskjan í Hvíta húsinu

Raffi Freedman-Gurspan.
Raffi Freedman-Gurspan.

Stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur ráðið til starfa fyrstu transmanneskjuna sem hefur nokkurn tímann starfað í Hvíta húsinu. Sú heitir Raffi Freedman-Gurspan, en tilkynnt var um ráðningu hennar í gær.

Freedman-Gurspan mun starfa við starfsmannamál Hvíta hússins, en fram að þessu hefur hún látið að sér kveða í baráttunni fyrir bættum hag flóttamanna, fanga, þeirra sem eru ofsóttir eða hafa verið fórnarlömb ofbeldis. Auk þess hefur hún verið baráttukona fyrir málefnum transfólks og barist hart gegn kynjamisrétti.

Raffi Freedman-Gurspan sýnir fram á hvers kyns forystu þessi stjórn berst fyrir. Skuldbinding hennar til að gera líf transfólks betra, einkum litaðs transfólks og þeirra sem lifa í fátækt, endurspeglar gildi þessarar stjórnar,“ sagði Valerie Jarrett, einn af ráðgjöfum forsetans, í yfirlýsingu vegna ráðningarinnar.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ráðið nokkrar transmanneskjur til starfa áður, en Freedman-Gurspan er sú fyrsta til að starfa alfarið í Hvíta húsinu. 

Hún var lykilmanneskja í því að koma á nýjum lögum í Massachusetts sem banna atvinnurekendum í ríkinu að reka manneskju fyrir það eitt að vera trans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert