Mala gull á viðskiptabanninu

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Færeyingar mala gull á viðskiptabanni Rússlands á ríki Evrópusambandsins og fleiri vestræn ríki. Þetta kemur fram í frétt danska dagblaðsins Berlingske en bannið nær ekki til Færeyja. Framan af náði viðskiptabann Rússa ekki heldur til Íslands en nú hefur orðið þar breyting á. Vegna bannsins hefur útflutningur Færeyinga til Rússlands stóraukist og má ætla að hann aukist enn eftir að rússnesk stjórnvöld ákváðu að loka á íslenskar sjávarafurðir.

Fram kemur í fréttinni að verðmæti útflutnings frá Færeyjum til Rússlands fyrstu sex mánuði þessa árs nemi um 700 milljónum danskra króna eða tæpum 14 milljörðum íslenskra króna. Fyrstu sex mánuði ársins hafi Færeyingar selt 50 þúsund tonn af fiskafurðum til Rússlands samanborið við 63 þúsund tonn undanfarið ár. Rússar séu þar með orðnir stærstu kaupendur að færeyskum fiski. Inni í því sé lax, makríll og síld.

Þetta sé á kostnað sjávarútvegs í nágrannaríkjunum, ríkjum Evrópusambandsins, Noregs og Íslands. Reiknað er með að verðlag á fiski hækki í Rússlandi eftir að lokað var á innflutning frá Íslandi. Jafnvel að hækkunin verði mikil. Þá væri yfirvofandi skortur á lax, síld og makríl í Rússlandi. Búist er við að Færeyingar geti að einhverju leyti bætt það upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka