Leita að líki 25 ára konu

Julie Mott var 25 ára gömul þegar hún lést úr …
Julie Mott var 25 ára gömul þegar hún lést úr lungnasjúkdómi. Skjáskot af SkyNews

Lögregla í San Antonio í Texas í Bandaríkjum leitar nú að líki 25 ára konu sem var stolið frá útfararstofu. Útförin ungu konunnar hafði farið fram þegar hvarf líksins kom í ljós en tveimur dögum eftir útförin átti að fara fram bálför.

Julie Mott var 25 ára gömul þegar hún lést úr lungnasjúkdómi. Útförin fór fram laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn en þá hefði hún orðið 26 ára. Lík Mott var fært úr kapellunni og átti bálförin að fara fram mánudaginn 17. ágúst. Daginn áður uppgötvuðu starfsmenn útfararheimilisins aftur á móti að líkið var horfið úr kistunni.  

Lögregla var kölluð á vettvang þegar hvarf líksins kom í ljós og rannsakar hún nú málið. Talsmaður lögreglunnar í San Antoniu sagði í samtali við fjölmiðla að hann hefði aldrei heyrt um mál sem þetta á 22 ára starfsferli sínum innan lögreglunnar. Ekki er vitað af hverju líkinu var stolið.

Útfararstofan hefur heitið því að greiða hverjum þeim sem leggur fram vísbendingu sem leiðir til þess að líkið finnist 25 þúsund bandaríkjadali, eða sem samsvarar tæplega 3,3 milljónum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert