Skrá sig á fölskum forsendum

Jeremy Corbyn er talinn líklegastur til þess að verða næsti …
Jeremy Corbyn er talinn líklegastur til þess að verða næsti leiðtogi Verkamannaflokksins. AFP

Ótt­ast er að um 110.000 manns hafi skráð sig í Verka­manna­flokk­inn á fölsk­um for­send­um að því er kem­ur fram í máli Harriett Harm­an starf­andi for­manns, sem sér um fram­kvæmd leiðtoga­kosn­inga flokks­ins, en mik­il umræða hef­ur spunn­ist um það í Bretlandi að íhalds­menn skrái sig í Verka­manna­flokk­inn til þess að kjósa Jeremy Cor­byn því þeir telja ólík­legt að með hann í far­ar­broddi muni Verka­manna­flokk­ur­inn sigra kosn­ing­ar í Bretlandi. Þetta kem­ur fram í frétt á vef The Tel­egraph. Nú þegar hef­ur um það bil 3.000 manns hef­ur verið vikið af kjör­skrá Verka­manna­flokks­ins vegna þess að „Þeir deila ekki gild­um og mark­miðum Verka­manna­flokks­ins eða eru meðlim­ir í öðrum flokki.“ 

Fyrr í dag sagði Jeremy Cor­byn, sá fram­bjóðandi sem mælst hef­ur með lang­mest fylgi í leiðtoga­kjör­inu, í sam­tali við BBC að ótti um að fjöldi íhalds­manna hafi skráð sig í Verka­manna­flokk­inn sé vit­leysa og kallaði eft­ir því að þeim sem bannað hefði verið að kjósa fengju leyfi til þess að áfrýja þeirri ákvörðun. Sagði hann að það hefðu aðeins verið nokkr­ir þing­menn Íhalds­flokks­ins sem hefðu reynt að skrá sig í flokk­inn og að þeim hefði verið hafnað um inn­göngu.

Ótrú­leg aukn­ing hef­ur verið á kjör­skrá Verka­manna­flokks­ins í aðdrag­anda kosn­ing­anna en upp­haf­lega voru um 200.000 á kjör­skránni en nú eru þar skráði rúm­lega 550.000 manns. Þó eins og áður sagði gæti sú tala lækkað um­tals­vert eða um 110.000.

Marg­ir framá­menn í Verka­manna­flokkn­um hafa sagt að ómögu­legt verði fyr­ir flokk­inn að kom­ast í rík­is­stjórn verði Cor­byn kos­inn formaður. Íhalds­menn eru jafn­framt sagðir deila þeirri skoðun og ótt­ast er að marg­ir þeirra hafi skráð sig í Verka­manna­flokk­inn til þess að kjósa Cor­byn sem er sá fram­bjóðandi sem er lengst til vinstri. Meðal ann­ars hef­ur Cor­byn sagt að margt megi læra af Karli Marx. Sjá frétt mbl.is: „Við get­um lært margt af Karli Marx“

Meðal ann­ars hafði Andy Burn­ham, einn mót­fram­bjóðenda Cor­byn, óskað eft­ir ein­hvers­kon­ar full­vissu um að á kjör­skránni væru ekki íhalds­menn í stór­um stíl. Af því til­efni var efnt til fund­ar fram­bjóðenda og Harriet Harm­an til þess að ræða hvað skildi gera til þess að tak­ast á við ný­skrán­ing­ar­vand­ann svo­kallaðan. Ann­ar fram­bjóðandi Yvette Cooper viður­kenndi nú á dög­un­um að þreif­ing­ar hefðu átt sér stað að tjalda­baki sem miðuðu að því að fá mót­fram­bjóðend­ur Jeremy Cor­byn til að draga fram­boð sín til baka, í þeim til­gangi að ógilda leiðtoga­kjörið. Eru þær þreif­ing­ar sagðar vera hug­ar­fóst­ur Peter Mandel­son en hann var ráðherra í rík­is­stjórn­um Tony Bla­ir og Gor­don Brown. Sjá frétt mbl.is: Sundr­ung eykst inn­an Verka­manna­flokks­ins

Ein­ir helstu gagn­rýn­end­ur Cor­byn hafa verið þunga­vigt­ar­menn inn­an Verka­manna­flokks­ins sem komu flokkn­um í rík­is­stjórn árið 1997 eft­ir átján ára setu í stjórn­ar­and­stöðu í tíð járn­frú­ar­inn­ar Marga­ret Thatcher og eft­ir­manns henn­ar John Maj­or. Eru þetta nöfn á borð við Tony Bla­ir, Gor­don Brown, Dav­id Mili­band, Al­asta­ir Camp­bell auk Peter Mandel­son. Þeir voru helstu hug­mynda­fræðing­ar hins svo­kallaða „Nýja Verka­manna­flokks“ sem miðaði að því að færa Verka­manna­flokk­inn lengra inn á miðjuna. Fyr­ir tíma „Nýja Verka­manna­flokks­ins“ var það meðal ann­ars í stefnu­skrá flokks­ins að þjóðnýta mest­an hluta at­vinnu­lífs­ins. Hafa þeir lýst því yfir að hljóti Cor­byn braut­ar­gengi sem nýr formaður verði það aft­ur­hvarf til gam­alla tíma, að flokk­ur­inn fær­ist tölu­vert lengra til vinstri en verið hef­ur und­an­farna tvo ára­tugi og muni ekki kom­ast aft­ur í rík­is­stjórn í bráð.

Harriet Harman, starfandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Harriet Harm­an, starf­andi leiðtogi breska Verka­manna­flokks­ins. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert