Hagvöxtur og loftslagsaðgerðir ekki andstæður

Aðgerðir í loftslagsmálum munu meðal annars skapa störf við nýja …
Aðgerðir í loftslagsmálum munu meðal annars skapa störf við nýja orkugjafa eins og sólarorku. AFP

Rangt er að stilla hag­vexti og aðgerðum til að bregðast við lofts­lags­breyt­ing­um upp sem and­stæðum pól­um og það gæti skaðað mögu­leik­ann á því að sam­komu­lag ná­ist um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á lofts­lags­fundi Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís í vet­ur. Þetta seg­ir breski lofts­lags­hag­fræðing­ur­inn Nicholas Stern, lá­v­arður.

Ýmis sam­tök fyr­ir­tækja og stjórn­mála­menn víða um heim hafa haldið því fram að aðgerðir til að draga úr lofts­lags­breyt­ing­um séu of kostnaðarsam­ar. Andrzej Duda, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands, sagði meðal ann­ars ný­lega að áform Evr­ópu­sam­bands­ins um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% á næstu árum væru dýr­keypt og slæm fyr­ir Pól­land.

Stern, sem er for­stöðumaður Grant­ham-rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar og um­hverfið, sagði hópi sendi­herra í Par­ís að þetta væri vill­andi tví­skipt­ing, að stilla efna­hags­leg­um vexti upp á móti lofts­lagsaðgerðum.

„Að draga upp þá mynd að þetta tvennt stang­ist á er að mis­skilja efna­hags­lega þróun og tæki­fær­in sem við höf­um núna í að færa okk­ur í átt að lág­kol­efn­is­hag­kerfi. Að láta þannig skap­ar sundr­ungu og býr til ímyndaða keppni sem get­ur raun­veru­lega skaðað mögu­leik­ana á að ná sam­komu­lagi,“ sagði Stern.

Pólsk stjórn­völd hafa látið í veðri vaka að þau segi sig frá lofts­lags­mark­miðum ESB en Duda hef­ur sagt að þar sem að landið eigi mik­inn kola­forða þá séu það ekki hags­mun­ir þess að draga úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is.

Frétt The Guar­di­an af orðum Stern lá­v­arðar

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert