Standa ráðþrota frammi fyrir flóttamannastraumnum

Ungversk yfirvöld hafa undanfarna daga reynt að verja landamæri sín við Serbíu án árangurs. Stöðugur straumur fólks frá Sýrlandi, Pakistan og Afganistan og standa landamæraverðir ráðþrota. 

Alls kom 3.241 flóttamaður til Ungverjalands í gær og hafa aldrei áður verið svo margir á einum degi. Þar af voru 700 börn. Flestir þeirra koma yfir landamærin skammt frá þorpinu Roszke en margir þeirra eiga langt ferðalag að baki.

Bresk yfirvöld greindu frá því í dag að 329 þúsund  fleira flótta- og förufólk hafi komið til landsins á 12 mánaða tímabili sem lauk í lok mars en hefðu yfirgefið það. Aldrei áður hafa komið jafn margir innflytjendur til landsins á einu ári.

Utanríkisráðherrar Makedóníu og Serbíu hafa óskað eftir því að utanríkisráðherrar ESB ríkjanna komi saman og ræði flóttamannastrauminn inn á Balkanskagann.

Járnbrautarteinarnir í Roszke eru eina svæðið á landamærum Úkraínu og Serbíu sem ekki er búið að víggirða en lokið verður við að setja upp gaddavírsgirðingar á þessu svæði í lok mánaðarins.

Ríkislögreglustjóri Úkraínu, Karoly Papp, hefur greint frá því að um tvö þúsund lögreglumenn verði sendir í landamæravörslu fljótlega en þeir verða með hunda með sér til þess að elta uppi fólk sem reynir að komast yfir landamærin. Ríkisstjórnin íhugar einnig að senda herinn að landamærunum til þess að koma í veg fyrir komu flóttafólks og stilla til friðar en til óeirða hefur komið á skráningarstofu flóttafólks í Roszke. Lögregla hefur beitt táragasi á flóttafólkið en að sögn Szilard Nemeth, þingmaður stjórnarflokksins, Fidesz, og varaformaður þjóðaröryggisráðs landsins, þá eru ólöglegir innflytjendur sífellt að færa sig upp á skaftið. 

„Ólöglegir innflytjendur eru orðin mjög ágengir og við getum ekki liðið það sem gerðist í Roszke. Við getum ekki leyft slíka frekju,“ segir Nemeth.

AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert