Standa ráðþrota frammi fyrir flóttamannastraumnum

00:00
00:00

Ung­versk yf­ir­völd hafa und­an­farna daga reynt að verja landa­mæri sín við Serbíu án ár­ang­urs. Stöðugur straum­ur fólks frá Sýr­landi, Pak­ist­an og Af­gan­ist­an og standa landa­mæra­verðir ráðþrota. 

Alls kom 3.241 flóttamaður til Ung­verja­lands í gær og hafa aldrei áður verið svo marg­ir á ein­um degi. Þar af voru 700 börn. Flest­ir þeirra koma yfir landa­mær­in skammt frá þorp­inu Roszke en marg­ir þeirra eiga langt ferðalag að baki.

Bresk yf­ir­völd greindu frá því í dag að 329 þúsund  fleira flótta- og föru­fólk hafi komið til lands­ins á 12 mánaða tíma­bili sem lauk í lok mars en hefðu yf­ir­gefið það. Aldrei áður hafa komið jafn marg­ir inn­flytj­end­ur til lands­ins á einu ári.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Makedón­íu og Serbíu hafa óskað eft­ir því að ut­an­rík­is­ráðherr­ar ESB ríkj­anna komi sam­an og ræði flótta­manna­straum­inn inn á Balk­anskag­ann.

Járn­braut­artein­arn­ir í Roszke eru eina svæðið á landa­mær­um Úkraínu og Serbíu sem ekki er búið að vígg­irða en lokið verður við að setja upp gadda­vírs­girðing­ar á þessu svæði í lok mánaðar­ins.

Rík­is­lög­reglu­stjóri Úkraínu, Karoly Papp, hef­ur greint frá því að um tvö þúsund lög­reglu­menn verði send­ir í landa­mæra­vörslu fljót­lega en þeir verða með hunda með sér til þess að elta uppi fólk sem reyn­ir að kom­ast yfir landa­mær­in. Rík­is­stjórn­in íhug­ar einnig að senda her­inn að landa­mær­un­um til þess að koma í veg fyr­ir komu flótta­fólks og stilla til friðar en til óeirða hef­ur komið á skrán­ing­ar­stofu flótta­fólks í Roszke. Lög­regla hef­ur beitt tára­gasi á flótta­fólkið en að sögn Szil­ard Nemeth, þingmaður stjórn­ar­flokks­ins, Fidesz, og vara­formaður þjóðarör­ygg­is­ráðs lands­ins, þá eru ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur sí­fellt að færa sig upp á skaftið. 

„Ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur eru orðin mjög ágeng­ir og við get­um ekki liðið það sem gerðist í Roszke. Við get­um ekki leyft slíka frekju,“ seg­ir Nemeth.

AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert