Meintur barnaníðingur deyr í Vatíkaninu

Wesołowski sætti stofufangelsi í Vatíkaninu. Málið gegn honum byggði á …
Wesołowski sætti stofufangelsi í Vatíkaninu. Málið gegn honum byggði á rannsóknargögnum frá Dóminíska lýðveldinu og Páfagarði. AFP

Józef Wesołowski, fyrrverandi sendiherra páfa í Dóminíska lýðveldinu, fannst látinn á heimili sínu í Vatíkaninu snemma í morgun. Wesołowski hafði verið ákærður fyrir barnaníð og ef ekki hefði verið fyrir dauða hans hefði hann orðið fyrsti maðurinn sem Páfagarður réttar yfir vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vatíkaninu er talið líklegt að Wesołowski hafi látist af náttúrulegum orsökum en krufning átti að fara fram í dag.

Wesołowski, 67 ára, sneri aftur til Vatíkansins fyrir tveimur árum þegar fregnir bárust af því að hann hefði misnotað drengi í Santo Domingo. Hann var handtekinn í fyrra og hefur síðan sætt stofufangelsi. Wesołowski var einnig ákærður fyrir vörslu barnakláms.

Málið gegn Wesołowski þótti ákveðinn prófsteinn fyrir Vatíkanið og til marks um vilja Páfagarðs til að taka á kynferðisbrotum innan kirkjunnar.

Ítarlega frétt um málið er að finna á vef Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert