Á vef New York Times er að finna áhugaverða og myndræna skýringu á því hvaða Evrópusambandslöndum berast flestar umsóknir um hæli.
Gröfin sýna tölur allt frá árinu 2011, þar sem fjöldi umsókna um hæli er bæði sýndur í hráum fjöldatölum og í samhengi við fjölda íbúa í hverju landi.
Eins og sést greinilega hefur Þýskalandi borist langflestar hælisumsóknir. Þegar horft er til fjölda íbúa í landinu fyrir sést hins vegar að Ungverjaland, Svíþjóð og Svartfjallaland eru meðal þeirra landa sem berast hlutfallslega flestar umsóknir.
Þann 1. janúar 2015 bjuggu 329.100 á Íslandi samkvæmt tölum hagstofu Íslands. Ef Íslandi hefðu borist hlutfallslega jafnmargar umsóknir um hæli á árunum sem horft er til og Þýskalandi hefðu hingað borist 2.225 umsóknir um hæli.
Væri hlutfallið það sama og í Svíþjóð hefðu hingað borist 7.763 umsóknir á sama tíma en aðeins 148 væri miðað við Spán.