Einn lögreglumaður lést og hundrað særðust þegar að uppreisnarmenn köstuðu bensínsprengjum og handsprengjum að þinghúsi Úkraínu í Kænugarði.
Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í dag til þess að mótmæla atkvæðakosningu á þinginu um áframhaldandi sjálfstjórnarsvæði uppreisnarmanna í borgunum Donetsk og Luhansk.
Tíu lögreglumenn særðust alvarlega í árásinni en þeir voru við störf við bygginguna.
Að sögn yfirvalda notaði fólkið bæði handsprengjur og bensínsprengjur við þinghúsið í dag.. Lögregla svaraði með því að nota táragas á hópinn.
Að sögn úkraínskra fjölmiðla blönduðust fimmtíu meðlimir þjóðvarnarliðsins og blaðamenn á staðnum inn í átökin. Að sögn AFP fréttastofunnar mátt jafnframt sjá blóðugt fólk liggja í jörðinni fyrir utan þinghúsið.
Talið er að flestir mótmælendanna séu meðlimir í úkraínska þjóðernisflokknum Svoboda en hann á nokkur sæti á þingi. Fólkið var að mótmæla ákvörðun þingsins um að veita sjálfsstjórnarsvæðunum aukin völd en Svoboda lítur svo á að ákvörðunin ógni fullveldi og sjálfstæði Úkraínu.