Sonja Jógvansdóttir verður fyrsti þingmaður Færeyinga sem er opinberlega samkynhneigð. Hún var kjörin á þing í gærkvöldi fyrir jafnaðarmenn, Javnaðarflokkinn.
Í frétt færeyska sjónvarpsins kemur fram að Sonja Jógvansdóttir hafi skrifað sig á spjöld sögunnar í Færeyjum sem fyrsta opinberlega samkynhneigða manneskjan sem kjörin er á löngþing landsins. Meðal baráttumála hennar er að útrýma fátækt, bæta félagslega stöðu fólks og breyta hjúskaparlögum Færeyja en Færeyjar hafa ekki enn heimilað hjónaband samkynhneigðra.
Í frétt Portal kemur fram að forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, Lars Løkke Rasmussen, hafi óskað jafnaðarmönnum og formanni flokksins, Aksel V. Johannessen, til hamingju með sigurinn í kosningunum í gær en eins og fram kom á mbl.is í gærkvöldi þá fékk flokkurinn 8 þingmenn eða rúmlega 25% atkvæða. Aksel V. Johannessen,
Systurflokkur Venstre í Færeyjum, Sambandsflokkurinn, sem stýrði stjórnarmeirihlutanum missti meirihlutann á lögþinginu í kosningunum í gær en Kaj Leo Holm Johannessen, lögmaður Færeyja, fékk mun minna fylgi en í síðustu kosningum.