Forsætisráðherra Finnlands Juha Sipila lýsti því yfir í morgun að hann væri reiðubúinn að hýsa flóttamenn í sumarhúsinu sínu. Ráðherrann sagði í sjónvarpsviðtali að húsið, sem er um 500 kílómetra norður af höfuðborginni Helsinki, væri ekki í mikilli notkun.
Haft er ennfremur eftir Sipila að hann vonaði að til yrði fjöldahreyfing sem yrði fólki hvatning til þess að taka þátt í að útvega flóttamönnum húsnæði. Ráðherrann hefur ítrekað lýst yfir vilja sínum til þess að leggja meira að mörkum til flóttamannavandans.