„Ég var miður mín“

Aylan Kurdi drukknaði ásamt bróður og móður. Hér má sjá …
Aylan Kurdi drukknaði ásamt bróður og móður. Hér má sjá lögreglumanninn bera lík drengsins. AFP

Tyrkneski lögreglumaðurinn sem tók upp lík hins þriggja ára gamla Aylan Kurdi á tyrkneskri strönd í síðustu viku, sagði í samtali við tyrkneska fjölmiðla að hann hafi hugsað um sinn eigin son þegar hann sá drenginn.

Myndir sem náðust af lögreglumanninum bera lík drengsins upp ströndina hafa birst í öllum helstu fjölmiðlum heims og vakið hörð viðbrögð.

Í viðtali við tyrknesku fréttastofuna Dogan lýsti lögreglumaðurinn Mehmet Ciplak því hvernig hann bað til Guðs að drengurinn væri enn lifandi þegar hann gekk í áttina að honum og tók hann upp.

„Þegar ég nálgaðist barnið sagði ég við sjálfan mig „Guð ég vona að hann sé lifandi“ En hann sýndi engin lífsmörk. Ég var miður mín,“ sagði Ciplak.

„Ég á sex ára son. Augnablikið þegar ég sá barnið hugsaði ég um minn eigin son og setti mig í fótspor föður litla drengsins. Ég get ekki lýst hversu sorgleg og hræðileg sjón þetta var.“

Ciplak bætti við að hann hafi ekki vitað af ljósmyndaranum á ströndinni. „Ég var bara að vinna vinnuna mína.“

Tólf flóttamenn drukknuðu á miðvikudaginn þegar að tveir bátar sukku á leið frá Grikklandi. Lík Aylan litla rak að landi við ströndina í Bodrum í Tyrklandi. Myndir sem náðust af drengnum lífvana á ströndinni hafa vakið mikla reiði og sorg vegna örlaga flóttamanna sem fara daglega í hættuför á leið til betra lífs. Um 2600 manns hafa drukknað í Miðjarðarhafinu á leið til Evrópu þar sem af er þessu ári. 

Aylan var jarðsettur á föstudaginn í heimabæ sínum í Sýrlandi, Kobane. Fjögurra ára gamall bróðir Aylan, Ghaleb, og móðir þeirra Rihana drukknuðu einnig þegar að báturinn sökk. Faðir drengjanna Abdullah er eini fjölskyldumeðlimurinn sem eftir er. Hann fór með líkin aftur til Kobane og jarðsetti þau þar.

Fyrri fréttir mbl.is:

Upplifði aldrei líf án stríðs

Komin heim í líkkistu

Myndin hefur vakið hörð viðbrögð.
Myndin hefur vakið hörð viðbrögð. AFP
Faðir Aylan Kurdi stendur við hlið nágranna sinna í Kobane …
Faðir Aylan Kurdi stendur við hlið nágranna sinna í Kobane í gær. Þegar hann yfirgaf Kobane fyrir um viku síðan átti hann konu og tvö börn. Nú á hann engan. AFP
Faðir Aylan stendur inni í herbergi drengsins á heimili fjölskyldunnar …
Faðir Aylan stendur inni í herbergi drengsins á heimili fjölskyldunnar í Kobane. AFP
Myndirnar af drengnum og lögreglumanninum birtust í helstu fjölmiðlum heims.
Myndirnar af drengnum og lögreglumanninum birtust í helstu fjölmiðlum heims. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert