Lögregla í Síle bjargaði á fimmtudaginn tveggja ára dreng sem var það vannærður að þegar að lögregla fann hann var hann að drekka tíkarmjólk úr tík nágrannans.
Að sögn vitna gaf tíkin barninu að drekka á bifreiðaverkstæði í borginni Arica sem er í um 1600 kílómetra fjarlægð frá Santiago, höfuðborgar Chile. The Independent segir frá þessu.
Samkvæmt fjölmiðlum þar í landi var drengurinn einnig með húðsýkingu og lús.
Lögreglustjórinn Diego Gajardo sagði í samtali við AP fréttastofuna að drengurinn hafi verið útskrifað af sjúkrahúsi á föstudaginn. Hann er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda.
Gajardo bætti því við að móðir drengsins hafi komið á sjúkrahúsið undir áhrifum áfengis. Hún var hinsvegar ekki handtekin því hún hafði ekki ollið líkamlegum meiðslum á barninu.
Barnaverndaryfirvöld hafa lagt fram formlega tilkynningu um vanrækslu á barninu. Formaður barnaverndar, Marcela Labraña, þakkaði vitninu sem fann barnið og lét yfirvöld vita. Hún kallaði atvikið „vítavert og ómannlegt,“ samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu.
22. september mun fjölskylduréttur ákveða framtíð barnsins og í umsjá hvers það verður.