Hrækti á flóttafólkið

Skjáskot af Information.dk

Ljósmynd sem sýnir danskan karlmann hrækja á flóttafólk hefur vakið mikla reiði á dönskum samfélagsmiðlum í dag.

Á myndinni, sem tekin var í gær, er karlmaðurinn er í köflóttri skyrtu og stendur á brúnni yfir hraðbraut utan við Rødbyhavn. Líkt og fjöldi annarra fylgist hann með straumi flóttafólks ganga á hraðbrautinni undir brúnna en hann lætur sér ekki nægja að horfa á og taka myndir eins og aðrir.

Ljósmyndin er tekin af Sigrid Nygaard ljósmyndara danska dagblaðsins Information. Í samtali við BT neitar maðurinn alfarið að hafa skyrpt á flóttafólkið en Nygaard segir hann ekki aðeins hafa hrækt heldur einnig látið blótsyrði og ókvæðisorð dynja á þeim. 

Konan við hlið mannsins staðfesti frásögn Nygaard í samtali við Ekstrabladet. Hún heitir Lili og er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Rødbyhavn. Hún hafði eytt deginum í að koma mat og fatnaði til flóttafólksins og fór upp á brúna til að fylgjast með þeim halda áfram för sinni.

„Ég stóð á brúnni til að taka myndir með símanum mínum og það stóðu hjón vinstra megin við mig. Maðurinn hrópaði „múslimasvínin ykkar, farið heim til ykkar eigins lands,“ á meðan hann hrækti á þau. Þá var ég búin. Ég byrjaði að gráta og gat ekki tekið fleiri myndir.“

Lili segir manninn hafa haldið áfram þar til konan hans stoppaði hann skyndilega. Eftir það viti hún ekki hvað hafi orðið af þeim þar sem augu hennar voru full af tárum.

„Maður getur ekki komið svona fram við fólk. Það hefur barist í fleiri mánuði til að komast til lands þar sem ekki er skothríð. Það er óforskammað að svona maður standi og hræki á höfuð þeirra.“

Kvinden på billedet bekræfter, at der flere gange blev spyttet på og råbt ad de mange flygtninge. Læs kvindens forklaring her:

Posted by Ekstra Bladet on Tuesday, September 8, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka