Corbyn kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins

Jeremy Corbyn. Mynd úr safni.
Jeremy Corbyn. Mynd úr safni. AFP

Jeremy Corbyn var í dag kjörinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins. 

Margir framámenn í Verkamannaflokknum hafa sagt að ómögulegt verði fyrir flokkinn að komast í ríkisstjórn verði Corbyn kosinn formaður, en Corbyn þykir mjög vinstrisinnaður innan Verkamannaflokksins.

Corbyn var kjörinn með 59,5% atkvæða. Corbyn, sem er í kosningabaráttu sinni er sagður hafa minnt á Syriza í Grikklandi og Podemos á Spáni, bar sigur úr býtum gegn Andy Burnham, Yvette Cooper og Liz Kendall, sem öll þykja nær miðjunni en Corbyn.

Jeremy Corbyn elected <a href="https://twitter.com/UKLabour">@UKLabour</a> leader with 59.5% of votes. <a href="http://t.co/MBF1esUXa7">pic.twitter.com/MBF1esUXa7</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert