Kristnir ganga á vatni, börn múslima sökkva. Svo segir í nýjasta tölublaði háðsádeilublaðsins Charlie Hebdo en þar er blaðið sagt vísa til dauða hins þriggja ára gamla Aylan Kurdi sem fannst látinn á tyrkneskri strönd í Bodrum fyrir tveimur vikum.
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um tvær teikningar blaðsins, annars vegar af manni sem sagður er eiga vera Jesús Kristur og barn að sökkva en á hinni myndinni má sjá litla drenginn og skilti með fígúru frá McDonald‘s.
Á fyrrnefndu myndinni stendur: „Sönnun þess að Evrópa er kristin.“ Við mynd af skeggjuðum karlmanni með þyrnikrans á höfði segir „Kristnir ganga á vatni,“ en við mynd af fótum sem gætu verið af barni stendur „Börn Múslima sökkva.“
Á hinni myndinni má sjá litla drenginn liggja í flæðarmálinu. Á myndinni stendur „Svo nálægt markmiði sínu“ en á skilti á ströndinni stendur „Tvö barnamáltíðir á verði einnar“ og brosir McDonald‘s trúðurinn sínu breiðasta.
Disgusting images published recently by Charlie Hebdo mocking the death of the young Syrian Refugee Aylan Kurdi <a href="http://t.co/nh5FTaVNdJ">pic.twitter.com/nh5FTaVNdJ</a>