Handtóku 124 flóttamenn

Fólkið var handtekið og flutt í flóttamannabúðir í kjölfarið.
Fólkið var handtekið og flutt í flóttamannabúðir í kjölfarið. AFP

Yfirvöld í Líbíu hafa handtekið 124 flóttamenn nærri Tripoli, en fólkið hugðist ferðast yfir Miðjarðarhaf og til Evrópu. Um er að ræða afríska flóttamenn, samkvæmt AFP, en yfirvöld segja að þeir verði fluttir í skýli í Tripoli.

Ljósmyndari AFP varð vitnið að því að hópar fólks voru fluttir með langferðabifreiðum frá varðhaldsmiðstöð í Qarabulli til höfuðborgarinnar. Var þeim komið fyrir í skýlum fyrir flóttamenn í hverfinu Souq al-Ahad.

Strandlengja Líbíu spannar 1.770 km og hefur í mörg ár verið viðkomustaður flóttamanna á leið til Evrópu. Smyglarar hafa byggt á glundroðanum sem ríkt hefur í landinu frá því að Múammar Gaddafi var steypt af stóli 2011, og hafa sent flóttafólk yfir Miðjarðarhaf á lekum fleyjum fyrir fúlgur fjár.

Alls hafa 430.000 flóttamenn farið yfir hafið það sem af er ári. 2.500 hafa látið lífið á leiðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert