55% kjósenda mætti á kjörstað

00:00
00:00

Ein­ung­is 55% kjós­enda mætti á kjörstað í Grikklandi í gær sem er enn minna en í síðustu þing­kosn­ing­um sem voru í janú­ar. Þá var kjör­sókn 63%. Syr­iza, flokk­ur Al­ex­is Tsipras, hlaut 35% at­kvæða og mun mynda sam­steypu­stjórn með Sjálf­stæðum Grikkj­um. 

Tsipras seg­ir að niðurstaða kosn­ing­anna sýni að Syr­iza flokk­ur­inn hafi fullt umboð kjós­enda til þess að stýra land­inu. Hann var­ar grísku þjóðinni við því að leiðin til bata verði grýtt og bat­an­um verði ekki náð nema með mik­illi vinnu.

Öfga­flokk­ur­inn Gull­inn dög­un er þriðji stærsti flokk­ur­inn eft­ir kosn­ing­arn­ar með 7% at­kvæða sem er held­ur meira en í síðustu kosn­ing­um er flokk­ur­inn fékk 6,3%. Hægri flokk­ur­inn Nýtt lýðræði fékk 28% at­kvæða. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert