„Ekkert ríki getur neitað“

AFP

„Ekk­ert ríki hef­ur rétt til þess að neita,“ sagði Jean Assel­born, ut­an­rík­is­ráðherra Lúx­emburg, við blaðamenn í dag eft­ir fund for­ystu­manna ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sem aðild eiga að Schengen-sam­starf­inu þar sem ákveðið var að ríki sam­bands­ins skiptu með sér að taka við 160 þúsund hæl­is­leit­end­um sem komið hafa til þess að und­an­förnu.

Málið er mjög um­deilt og lögðust fjög­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins í Aust­ur-Evr­ópu gegn ákvörðun­inni en urðu und­ir í at­kvæðagreiðslunni; Tékk­land, Slóvakía, Ung­verja­land og Rúm­en­ía. Haft er eft­ir Assel­born á frétta­vefn­um EU­obser­ver.com að eft­ir sem áður verði rík­in fjög­ur að fram­fylgja ákvörðun­inni. Fram kem­ur í frétt­inni að ekki sé al­gengt að gengið sé gegn vilja minni­hlut­ans í svo stóru máli á vett­vangi sam­bands­ins. Assel­born seg­ir að reynt hafi verið að ná sam­stöðu um ákvörðun­ina en það hafi ekki tek­ist. Fyr­ir vikið hafi verið stuðst við auk­inn meiri­hluta at­kvæða.

„Ég ef­ast ekki um að þau [rík­in sem lögðust gegn samþykkt­inni] eigi eft­ir að fram­kvæma þess­ar ákv­arðanir að fullu í sam­ræmi við lög Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir Assel­born. „Við stönd­um frammi fyr­ir neyðarástandi. Evr­ópu­sam­bandið er sakað um að bregðast ekki nógu hratt við. Því þurfi að samþykkja þessa áætl­un. 

Frans Timmerm­ans, vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, lét þau orð falla eft­ir fund­inn að hann myndi sjá til þess að rík­in fjög­ur fram­fylgdu ákvörðun­inni. Ef þau gerðu það ekki gæti komið til þess að gripið yrði til viður­laga. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert