Páfinn fordæmdi bókstafstúlkun

Frans páfi uppskar lófatak þegar hann ávarpaði þingmenn í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni kallaði hann eftir því að öll heimsbyggðin tæki höndum saman í baráttu gegn hvers konar bókstafstrú, en minnti á að finna þyrfti hárfínt jafnvægi í baráttunni við öfgamenn og því að varðveita trúfrelsi.

„Engin trú er laus við hugmyndafræðilega öfga,“ sagði páfinn. „Þetta þýðir að við verðum að hafa sérstakar gætur á öllum tegundum bókstafstúlkun, bæði trúarlegri og af öðrum tegundum,“ sagði páfi.

Frétt mbl.is: Stökk yfir girðingu og hitti páfann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka