Hafa farið eftirlitsflug yfir Sýrland

Stjórnvöld í Sýrlandi tilkynntu á þriðjudag að þeim hefðu borist …
Stjórnvöld í Sýrlandi tilkynntu á þriðjudag að þeim hefðu borist hergögn frá Rússlandi, m.a. herþotur. Á myndinni má sjá flugstöð í Latakia, þar sem Rússar hafa verið að byggja upp herafla. AFP

Rúss­nesk­ar herþotur hafa farið eft­ir­lits­flug yfir Sýr­land en hafa enn sem komið er ekki gert loft­árás­ir á skot­mörk í land­inu. Þetta staðfesti talsmaður CENTCOM, þeirr­ar ein­ing­ar banda­ríska hers­ins sem hef­ur um­sjón með aðgerðum gegn Ríki íslam, í dag.

Sam­kvæmt banda­rísk­um her­mála­yf­ir­völd­um hafa Rúss­ar á síðustu vik­um byggt upp herafla á herflug­stöð í Latakia í norðvest­ur­hluta Sýr­lands á síðustu vik­um, en hann tel­ur m.a. 500 her­menn, herþotur, skriðdreka, þunga­vopn og ýms­an ann­an búnað.

Yf­ir­völd vest­an­hafs hafa ekki gefið til kynna að þau viti hvað Rúss­um geng­ur til né hvaða fyr­ir­ætlan­ir þeir hafa varðandi Sýr­land. Stjórn­mála­skýrend­ur gera hins veg­ar ráð fyr­ir að þeir hygg­ist leggja Bash­ar al-Assad, for­seta Sýr­lands og göml­um banda­manni, lið.

Pat Ryder, talsmaður CENTCOM, sagði að banda­ríski her­inn hefði ekki átt sam­ræður við Rússa um málið, en Banda­ríkja­menn hafa sagt að þeir myndu taka Rúss­um opn­um örm­um kysu þeir að taka þátt í aðgerðum gegn Ríki íslam.

Þau hafa hins veg­ar varað við því að þeir taki af­stöðu með Assad, með því að ráðast gegn upp­reisn­ar­mönn­um. „Ef Rúss­ar gripu til aðgerða gegn þeim hóp­um í stað þess að ráðast gegn Ríki íslam, þá væri það eitt­hvað sem við mynd­um hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af,“ sagði Ryder.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert