Hafa náð saman um gasviðskipti

Úkraínsk hersveit við æfingar nærri borginni Mariupol á þriðjudag.
Úkraínsk hersveit við æfingar nærri borginni Mariupol á þriðjudag. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi hafa samþykkt að hefja aftur gasflutninga til Úkraínu í vetur, samkvæmt samkomulagi við Evrópusambandið sem gengið var frá í kvöld. Viðræður um málið hafa staðið yfir mánuðum saman, en ástandið í Úkraínu hefur sett strik í reikninginn.

Maros Sefcovic, framkvæmdastjóri orkumála hjá ESB, sagði í dag að samkomulagið væru mikilvægt skref í átt að því að tryggja Úkraínu gasbirgðir frá október og fram í mars. Hann sagði að gengið hefði verið frá öllum tæknilegum atriðum, en enn væri eftir að staðfesta og skrifa undir endanlegt plagg.

Samkomulagið varðar einnig sölu á gasi til Evrópu en þriðjungur alls gass sem aðildarríki Evrópusambandsins nota, kemur frá Rússlandi. Helmingur þess fer um Úkraínu.

Rússar og Úkraínumenn hafa áður deilt um gasviðskipti og árin 2006 og 2009 lokuðu fyrrnefndu fyrir gasflutning til Úkraínu yfir vetrartímann, sem leiddi til skorts og dómínóáhrifa í löndunum í kring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka