Meintur stórsmyglari drepinn

Vopnaðir menn hafa eftirlit með flóttamönnum sem var bjargað eftir …
Vopnaðir menn hafa eftirlit með flóttamönnum sem var bjargað eftir að bátur þeirra sökk undan ströndum Líbíu. AFP

Maður sem grunaður er um að hafa farið fyr­ir hópi sem smyglaði þúsund­um flótta­manna frá Líb­íu til Evr­ópu er tal­inn hafa fallið í skotárás á föstu­dag. Fregn­ir herma að Salah al-Maskhout hafi verið drep­inn ásamt átta öðrum í höfuðborg­inni Tripoli, en hann rak starf­semi sína frá strand­borg­inni Zuw­ara, þaðan sem fjöldi flótta­manna hef­ur lagt yfir Miðjarðar­haf.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum á svæðinu var Maskhout á leið frá ætt­ingj­um í fylgd ör­ygg­is­varða og annarra, þegar vopnaðir menn sátu fyr­ir hon­um. Síðar­nefndu hófu skotárás, sem varð Maskhout og mönn­um hans að bana.

Maskhout var her­for­ingi í valdatíð Múamm­ar Gaddafi, ein­ræðis­herra yfir Líb­íu, sem steypt var af stóli og drep­inn árið 2011.

Varn­ar­málaráðuneyti Ítal­íu hef­ur neitað ásök­un­um um að það hafi átt aðkomu að árás­inni og heim­ild­armaður inn­an Nató hafnaði því sömu­leiðs í sam­tali við Guar­di­an að banda­lagið hefði skipu­lagt dráp­in.

Federica Mog­her­ini, fram­kvæmda­stjóri ut­an­rík­is­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu, til­kynnti í gær að aðgerðir gegn þeim sem smygluðu fólki yfir hafið hæf­ust 7. októ­ber nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert