Finnur ekki til eftirsjár, aðeins reiði

Westergaard teiknar sína síðustu teikningu fyrir Jyllands-Posten í mars 2010. …
Westergaard teiknar sína síðustu teikningu fyrir Jyllands-Posten í mars 2010. Sama ár braust maður inn á heimili hans vopnaður öxi og hníf. AFP

Tíu ár eru liðin frá því að skop­mynd­ir Kurt Westerga­ard af Múhameð spá­manni leiddu til öldu mót­mæla meðal múslima en teikn­ar­inn seg­ist ekki finna til eft­ir­sjár, aðeins reiði. Westerga­ard hef­ur borist fjöldi hót­ana og hann hef­ur notið lög­reglu­vernd­ar allt frá því að mynd hans af manni með sprengju vafða í túr­ban birt­ist í Jyl­l­ands-Posten 30. sept­em­ber 2005.

Árið 2010 braust maður vopnaður öxi og hníf inn á heim­ili Westerga­ard, sem neydd­ist til að leita skjóls í sér­stöku neyðar­her­bergi í 10 mín­út­ur, á meðan árás­armaður­inn reyndi að berja niður hurðina. Fimm ára barna­barn hans varð eft­ir í öðru her­bergi.

„Grund­vall­ar­til­finn­ing mín hef­ur verið og er reiði. Ef þér er ógnað þá held ég að reiði sé góð til­finn­ing, af því að þá ertu and­lega til­bú­inn til að verja þig,“ sagði teikn­ar­inn í síma­sam­tali við AFP.

Börn í Hebron bera kistu sem á stendur Dauði til …
Börn í Hebron bera kistu sem á stend­ur Dauði til handa Dan­mörku, í fe­brú­ar 2006. AFP

Westerga­ard geng­ur jafn­an um með skraut­lega klúta um háls­inn, silfraðan göngustaf og mikið rautt skegg, og hverf­ur því ekki auðveld­lega í fjöld­ann. Hann hef­ur van­ist því að inn­flytj­end­ur geri að hon­um hróp og köll.

„Ég á ekk­ert sök­ótt við múslima al­mennt, ég mun alltaf berj­ast fyr­ir rétti fólks til að iðka trú sína og trú­ar­brögð. Það er þeirra einka­mál,“ seg­ir Westerga­ard, sem ólst upp á strangrúuðu kristnu heim­ili en missti síðar trúnna.

Hann seg­ir að teikn­ing­ar sín­ar séu ekki árás á múslima, held­ur gagn­rýni gegn hryðju­verka­mönn­um sem sæki trú­ar­leg vopn sín í Kór­an­inn.

Viðbrögðin komu hon­um á óvart

Þegar Jyl­l­ands-Posten birti teikn­ing­arn­ar tólf, fór af stað alda mót­mæla út um all­an heim, þar sem danski fán­inn var brennd­ur og kveikt var í diplóma­tísk­um aðsetr­um. Fólk lét lífið.

Teikn­ing­arn­ar voru þátt­ur í um­fjöll­un um sjálfs­rit­skoðun og tján­ing­ar­frelsið, sem vaknaði eft­ir að eng­inn fannst til að myndskreyta barna­bók um Múhameð þar sem fólk óttaðist að teikn­ing­ar af spá­mann­in­um, sem eru bannaðar sam­kvæmt íslamstrú, myndu vekja hörð og jafn­vel of­beld­is­full viðbrögð.

Skop­mynd­ir Westerga­ard komust aft­ur í umræðuna snemma á þessu ári, eft­ir árás­irn­ar á skrif­stof­ur skop­tíma­rits­ins Charlie Hebdo í Par­ís. Tíma­ritið hafði end­ur­prentað dönsku teikn­ing­arn­ar til stuðnings tján­ing­ar­frels­inu.

Minna en mánuði síðar myrti Omar El-Hus­sein kvik­mynda­gerðarmann fyr­ir utan viðburð í Kaup­manna­höfn, þar sem tján­inga­frelsið var til um­fjöll­un­ar. Meðal viðstaddra var sænski listamaður­inn Lars Vilks, en teikn­ing­ar hans af Múhameð sem hundi höfðu, líkt og teikn­ing­ar Westerga­ard, farið gríðarlega fyr­ir brjóstið á múslim­um.

Klukku­stund­um síðar gerði maður skotárás á bæna­hús gyðinga í borg­inni. Einn lét lífið.

Westergaard er 80 ára og hefur notið lögregluverndar allt frá …
Westerga­ard er 80 ára og hef­ur notið lög­reglu­vernd­ar allt frá því að skop­mynd­ir hans af Múhameð birt­ust 2005. AFP

Að sögn Westerga­ard komu viðbrögðin við teikn­ing­um hans hon­um veru­lega á óvart.

„Gegn­um árin hef ég teiknað fjölda skop­mynda sem eru gagn­rýn­ar á stjórn­mála­menn og póli­tík, þannig að þetta var frem­ur hefðbund­in vinna. Þetta var bara eins og hver ann­ar dag­ur í vinn­unni,“ seg­ir hann um hinn ör­laga­ríka dag þegar teikn­ing­arn­ar af Múhameð urðu til.

Hann seg­ist ekki sjá eft­ir neinu, enda tel­ur hann að það sem gerðist hafi verið óumflýj­an­legt.

„Í þetta skiptið voru það skop­mynd­ir sem urðu kveikj­an að þess­um átök­um eða árekstri, en það hefði allt eins getað verið leik­rit, bók eða eitt­hvað annað,“ seg­ir hann.

Westerga­ard lét af störf­um hjá Jyl­l­ands-Posten árið 2010 og sagðist þá vona að draga myndi úr hætt­unni á því að blaðið yrði fyr­ir árás, en lagt hafði verið á ráðin um nokkr­ar slík­ar.

Þrengt að tján­ing­ar­frels­inu

Þrátt fyr­ir að blaðið hafi ávallt staðið við ákvörðun sína um að birta teikn­ing­arn­ar af Múhameð árið 2005, var það eina stóra dag­blaðið í Dan­mörku sem birti eng­ar teikn­ing­ar Charlie Hebdo í kjöl­far árás­anna í Par­ís, þar sem 12 létu lífið. Ákvörðunin var tek­in af ör­ygg­is­ástæðum.

„Sann­leik­ur­inn er sá að það væri full­kom­lega óá­byrgt af okk­ur að birta gaml­ar eða nýj­ar mynd­ir af spá­mann­in­um á þess­um tíma­punkti,“ skrifaði rit­stjór­inn Jorn Mikk­el­sen.

Að mati Westerga­ard var ákvörðunin til marks um það hversu þrengt hefði að tján­ing­ar­frels­inu af ótta við aðra árás. „Ég held að í dag séu Dan­ir afar hrædd­ir við hryðju­verk, við þess­ar skyndi­legu árás­ir. Og það er mjög erfitt að viður­kenna að þú sért hrædd­ur,“ seg­ir hann.

Mótmælendur brenna danska fánann í Istanbul í febrúar 2006.
Mót­mæl­end­ur brenna danska fán­ann í Ist­an­b­ul í fe­brú­ar 2006. AFP

Westerga­ard er sér­stak­lega gagn­rýn­in í garð for­manns stétt­ar­fé­lags skóla­stjóra, sem sagði ný­lega að það væri óþarfi að sýna mynd­ir af Múhameð í skól­um.

„Þeir segja að nú verðum við að sýna umb­urðarlyndi og að við verðum að gæta okk­ar á því að móðga ekki múslimska sam­borg­ara okk­ar. En staðreynd­in er sú að þetta snýst um ótta, og það er afar hryggi­legt,“ seg­ir Westerga­ard. „Að sjálf­sögðu skil ég að fólk sé hrætt, en ég er reiðari en ég er hrædd­ur.“

Síðan Westerga­ard lét af störf­um hef­ur hann selt lista­verk sín gegn­um galleri og safnað fé fyr­ir góðgerðamál­efni, og Charlie Hebdo.

Í sam­tal­inu við AFP sagðist hann hlakka til þess að sjá hvernig dansk­ir fjöl­miðlar myndu fjalla um tíu ára af­mæli birt­ingu hinna um­deildu skop­mynda. Hann sagðist hins veg­ar telja að eng­ar nýj­ar mynd­ir myndu birt­ast af spá­mann­in­um, þar sem það væri of áhættu­samt.

Westerga­ard sagðist vongóður um að ástandið væri tíma­bundið.

„Þú get­ur ekki haldið niðri eða hindrað fjöl­miðlafólk, fræðimenn og lista­fólk frá því að nota tján­ing­ar­frelsið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert