Átök við Al-Aqsa moskuna

Al-Aqsa moskan á Musterishæðinni í Jerúsalem
Al-Aqsa moskan á Musterishæðinni í Jerúsalem AFP

Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar í Jerúsalem í morgun. Í gær réðst lögregla inn í Al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni sem hefur öldum saman verið bitbein gyðinga og múslíma.

Í gærkvöldi hófst Sukkot árviss hátíð gyðinga. Á hátíðinni er fjörutíu ára eyðimerkurgöngu gyðinga minnst með ýmsum hætti og má búast við aukinni umferð gyðinga á þessu svæði næstu daga.

Lögregla beitti táragasi á palestínsk ungmenni sem höfðu heitið því að verja moskuna. Ungmennin köstuðu grjóti í lögreglu og fóru síðan inn í skjól moskunnar. Að sögn lögreglu sváfu ungmennin í moskunni í nótt en þau höfðu meðal annars kastað bensínsprengjum að lögreglu í gærkvöldi. 

Þeir sem ætluðu sér að biðja í moskunni í morgun áður en þeir færu til vinnu urðu frá að hverfa þar sem öll hlið moskunnar voru lokuð af lögreglu. Eins var gestum, sem ekki eru múslímar en mega heimsækja moskuna milli 7:30 og 11 meinaður aðgangur.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert