Flytja í nýjar öryggisskrifstofur

12 manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins.
12 manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins. AFP

Níu mánuðum eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem margir frægustu teiknarar Frakklands voru myrtir, hefur starfsfólk ritsins hafið flutning í nýjar og sérstakar öryggisskrifstofur í Suður-París, en samkvæmt heimildum AFP hófust flutningarnir í dag.

Með þessu flytur ritstjórnin frá tímabundnu athvarfi sínu á skrifstofum dagblaðsins Liberation, sem tók að sér eftirlifendur árásarinnar í janúarmánuði, þegar bræðurnir Said og Cherif Kouachi drápu þar 12 manns.

Morðin snertu við mörgum og þustu milljónir manna út á göturnar til stuðnings blaðinu í kjölfarið. En þrátt fyrir þennan stuðning hafa ýmis áföll dunið á blaðinu undanfarna daga. Þannig hefur aðalteiknarinn Luz tilkynnt um brottför sína frá blaðinu og dálkahöfundurinn Patrick Pelloux sagði um helgina að hann myndi fylgja í humátt á eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert