Myrt fyrir að stela smokkum

mbl.is/Eggert

Þýsk­ur faðir hef­ur viður­kennt að hafa myrt 19 ára gamla dótt­ur sína með því að kyrkja hana. Morðið átti sér stað í kjöl­far þess að dótt­ir­in var grip­in við að stela smokk­um úr versl­un til þess að geta sofið hjá kær­ast­an­um sín­um.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins In­depend­ent að bæði faðir­inn Asadullah Khan og eig­in­kona hans Shazia séu ákærð fyr­ir morðið á dótt­ur þeirra, Lareeb Khan, en þau búa í bæn­um Darmsta­dt í Þýskalandi. Faðir­inn sagði fyr­ir dómi að dótt­ir hans hefði að hans áliti kallað van­sæmd yfir fjöl­skyld­una með sam­bandi sínu við kær­ast­ann án samþykk­is síns. Hann hafi viljað finna maka fyr­ir hana með sama hætti og hefði verið gert í hans til­felli.

Les­in var upp yf­ir­lýs­ing í dómsaln­um frá Shazia þar sem kom fram að dótt­ir þeirra hjóna hefði verið að heim­an nokkr­ar næt­ur í röð og hætt að ganga með slæðu. Þá hefði fjöl­skyld­an fengið bréf frá lög­regl­unni þess efn­is að hún hefði verið hand­tek­in við að reyna að stela smokk­um. Þar með hafi verið ljóst að dótt­ir­in væri að stunda kyn­líf. Faðir henn­ar hefði orðið mjög reiður þegar hann hefði séð bréfið.

Fram kom við rétt­ar­höld­in að 14 ára yngri dótt­ir hjón­anna hefði verið send í gist­ingu hjá ætt­ingj­um yfir nótt­ina sem syst­ir henn­ar var myrt i janú­ar á þessu ári. Shazia sagði að Lareeb hefði slegið föður sinn þá um kvöldið í rifr­ildi. Faðir henn­ar hefði um nótt­ina farið inn í her­bergi henn­ar og kyrkt hana. Shazia sagðist vera und­irokuð í hjóna­band­inu og að hún hafi ekk­ert getað gert til þess að koma í veg fyr­ir morðið.

Hjón­in klæddu lík Lareeb í föt eft­ir að hún var lát­in. Lík­inu var síðan komið fyr­ir í hjóla­stól og því ekið út í bif­reið þeirra. Þau óku á kyrr­lát­an stað í bæn­um og skildu líkið þar eft­ir. Yngri syst­ir Lareeb hafnaði því fyr­ir dómi að móðir henn­ar væri und­irokuð. Hún hefði farið sínu fram og meðal ann­ars lamið sig með priki. Yngri dótt­ir­in hef­ur slitið öll tengsl við for­eldra sína í kjöl­far morðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka