4,5 milljónir barna á flótta

AFP

Stríð og óstöðug­leiki hafa sent að minnsta kosti 4,5 millj­ón­ir barna í fimm lönd­um á flótta. Börn sem búa í stríðshrjáðum lönd­um eru dag­lega í lífs­hættu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna (UNICEF). 

 Af­sh­an Khan, fram­kvæmda­stjóri neyðaraðstoðar UNICEF, seg­ir að skelfi­leg­ar mynd­ir af ör­lög­um barna sem hafa reynt að kom­ast til Evr­ópu hafi náð at­hygli fólks en mál­efnið nær langt út fyr­ir landa­mæri Evr­ópu. 

Heim­ur­inn glím­ir við meiri flótta­manna­vanda en hann hef­ur gert frá því á tím­um síðari heimstyrj­ald­ar­inn­ar. Millj­ón­ir fjöl­skyldna hafa þurft að flýja heim­ili sín vegna átaka og mis­kunn­ar­leys­is í lönd­um eins og Af­gan­ist­an, Sómal­íu, Suður-Súd­an, Súd­an og Sýr­landi, seg­ir Khan í til­kynn­ingu UNICEF en í dag verða mál­efni flótta- og föru­fólks til umræðu á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna í New York. UNICEF mun í dag birta radd­ir barna sem eru á flótta og hafa upp­lifað meiri neyð en nokk­ur maður ætti að þola í Twitter­færsl­um.

Frá því um ára­mót hef­ur rúm hálf millj­ón komið yfir Miðjarðar­hafið til Evr­ópu á flótta. Um það bil einn fimmti eru börn. Á sama tíma og ástandið í Evr­ópu hef­ur náð at­hygli heims­ins þá eru millj­ón­ir til viðbót­ar á flótta víða um heim. 

Í Sýr­landi hef­ur stríðið, sem hef­ur varað í fjög­ur og hálft ár, neytt yfir fjór­ar millj­ón­ir til þess að setj­ast að í flótta­manna­búðum og yf­ir­full­um neyðar­skýl­um í Jórdan­íu, Írak, Líb­anon og Tyrklandi.

Í Af­gan­ist­an hafa 2,6 millj­ón­ir flúið landið og í Sómal­íu hafa átök í land­inu og hung­urs­neyð sent yfir eina millj­ón á flótta úr landi. Yfir helm­ing­ur þeirra eru börn. 

Tæp­lega 666 þúsund manns hafa flúið átök­in í Súd­an og 760 þúsund manns, tæp­lega tveir þriðju eru börn, hafa flúið Suður-Súd­an þegar átök­in sem þar geisa brut­ust út í des­em­ber 2013.

Börn í þess­um lönd­um eiga á hverj­um degi hættu á að vera rænt, að hljóta örkuml, send í hernað og deyja. Ferðalagið á griðastað er ekki auðvelt og mjög hættu­legt. Hvort sem það er á sjó eða á landi. Því börn­in eru oft upp á náð og mis­kunn smygl­ara auk þess sem þau bera byrðar lík­am­legs- og and­legs tjóns af völd­um stríðs og ógn­ar. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert