Aftakan tókst í þriðju tilraun

Bandarísk kona var tekin af lífi í Georgíu í nótt þrátt fyrir að margir hafi beðist vægðar fyrir hennar hönd síðustu daga, þar á meðal Frans páfi. 

Kelly Gissendaner, 47 ára, er fyrsta konan sem er tekin af lífi í Georgíu-ríki í 70 ár. Lögmenn lögðu fram þrjár áfrýjanir hið minnsta hjá hæstarétti Bandaríkjanna undanfarna daga til þess að reyna að koma í veg fyrir að hún yrði tekin af lífi án árangurs.

Aftöku Gis­sendaner var frestað í tvígang á stutt­um tíma í byrjun árs. Í seinna skiptið var henni frestað vegna vand­ræða með lyf­in sem nota átti. Rúmri viku áður hafði henni verið frestað vegna óveðurs, samkvæmt frétt mbl.is frá 3. mars.

Söng Amazing Grace fyrir aftökuna

Gissendaner skipulagði morð á eiginmanni sínum árið 1997 og fyrrverandi elskhugi hennar, Greg­ory Owen stakk eiginmanninn, Douglas Gis­sendaner, til bana í út­hverfi Atlanta eft­ir að hafa rænt honum af heim­ili sínu. Owen játaði að hafa myrt Gis­sendaner hinn 7. fe­brú­ar 1997 en sagði að Kelly hefði skipu­lagt morðið en hún ætlaði sér að hagnast á dauða eiginmannsins með því að taka út líftryggingu hans. Owen afplán­ar lífstíðardóm vegna morðsins en hann gerði samkomulag við saksóknara um að játa gegn lífstíðardómi í stað dauðarefsingar með möguleika á lausn eftir 25 ár.  

Gissendaner neitaði hins vegar boði um samning sem þýddi að mál hennar var tekið fyrir af kviðdómi sem dæmdi hana til dauða.

Frans páfi, sem var nýverið á ferð um Bandaríkin hvatti nefndina sem fer yfir mál þeirra sem taka á af lífi til þess að endurskoða ákvörðun um aftöku. En síðdegis á þriðjudag tilkynnti nefndin að hún fengi ekki grið.

Nokkrum klukkustundum síðar birti hæstiréttur niðurstöðu sína um að hann hefði hafnað þremur beiðnum um að aftökunni yrði frestað.

Fólk sem var viðstatt aftökuna segir í viðtali við Fox News að hún hafi sungið Amazing Grace áður en hún fékk sprautu með eitri sem drap hana.

Tugir stuðningsmanna hennar og andstæðingar dauðarefsinga komu saman fyrir utan ríkisfangelsið í Jackson á gær á meðan Gissendaner beið örlaga sinna.  Stuðningsmenn Gissendaners segja hana gjörbreytta manneskju eftir að hún varð trúuð í fangelsinu. Fjölmörg mannúðarsamtök óskuðu eftir því að dómi yfir henni yrði breytt í lífstíðarfangelsi án árangurs. 

Dóttir og synir Gissendaners báðu einnig þess að lífi hennar yrði þyrmt. „Við misstum pabba okkar. Við getum ekki ímyndað okkur að missa mömmu okkar líka,“ segir í bréfi sem þau sendu frá sér fyrr í mánuðinum.

Tveir teknir af lífi síðar í vikunni

Tveir fangar verða teknir af lífi til viðbótar í Bandaríkjunum í þessari viku

Á morgun verður Richard Glossip, 52 ára, tekinn af lífi með eitri í Oklahoma fyrir að hafa skipulagt morð á eiganda gistiheimilis árið 1997. Hann hefur alltaf neitað sök. Fjölmargir hafa reynt að fá lífi hans þyrmt, þar á meðal leikkonan Susan Sarandon og milljarðamæringurinn Richard Branson.

Á fimmtudag verðu Alfredo Prieto tekinn af lífi í Virginíu en hann er innflytjandi frá El Salvardor sem var dæmdur fyrir þrjú morð og tengdur við sex morð til viðbótar. Lögmenn hans segja að Prieto sé andlega vanheill og því eigi að þyrma lífi hans.

Hefur fyrirgefið móður sinni

Aftökunni frestað aftur

Kelly Gissendaner.
Kelly Gissendaner. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert