IKEA í miðri milliríkjadeilu

IKEA verslunin í Marokkó sem átti að opna í gær.
IKEA verslunin í Marokkó sem átti að opna í gær. AFP

Sænski húsgagnarisinn IKEA áformaði á þriðjudaginn að opna fyrstu verslun sína í Marokkó, nálægt borginni Mohammedia. Búið var að ráða 300 starfsmenn og búið var að gera 25 þúsund fermetra verslunarhúsnæðið tilbúið til að hleypa fyrstu viðskiptavinunum inn.

Innanríkisráðuneyti Marokkó sendi aftur á móti frá sér tilkynningu á mánudaginn þess efnis að ekkert yrði að opnuninni þar sem IKEA hefði ekki enn hlotið leyfi á grunni samkvæmni við ríkjandi siði (e. conformity permit). 

Yfirvöld í landinu hafa enn ekki skýrt þetta viðhorf nánar, en í frétt Washington post segir að raunveruleg skýring þessarar afstöðu yfirvalda sé IKEA sé sænskt fyrirtæki og verið sé að refsa því fyrir stuðning Svía við sjálfstæði Vestur-Sahara.

Deilt er um sjálfstæði svæðisins, en landamæri þess liggja að suðurlandamærum Marokkó. Svæðið var undir yfirráðum Spánar til 1975 þegar þeir gáfu eftir stjórnvöl þar. Alþjóðadómstóllinn neitaði sama ár að Marokkó og Máritanía ættu kröfu til landsvæðisins, en Spánn gaf eftir hluta svæðisins til Marokkó sem gerði svo kröfu um stærri hluta svæðisins. Síðan var stofnaður flokkurinn SADR, sem hefur frá árinu 1976 barist gegn yfirvöldum Marokkó á svæðinu. 

Ekkert vestrænt ríki viðurkennir sjálfstæði Vestur-Sahara, en það er þó meðlimur í Afríkusambandinu. Svíþjóð hefur ítrekað ýtt undir að það styðji sjálfstæði svæðisins, meðal annars með yfirlýsingu frá sænska þinginu árið 2012 um að styðja ætti sjálfstæði þess. Það hefur þó ekki enn gerst formlega.

IKEA hafði áformað að opnað fimm verslanir í landinu til viðbótar, en þær eru nú í biðstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert