Pútín, Merkel og Hollande funda um Úkraínu

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er sagður vilja notfæra sér aðgerðir …
Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er sagður vilja notfæra sér aðgerðir Rússa í Sýrlandi sem skiptimynt í viðræðum við vesturveldin um Úkraínu. AFP

Leiðtog­ar Frakk­lands, Þýska­lands, Rúss­lands og Úkraínu ætla að hitt­ast í Par­ís á föstu­dag til þess að freista þess að blása lífi í friðarviðræður í síðast­nefnda land­inu. Vopna­hlé sem samið var um í byrj­un þessa mánaðar hef­ur að mestu haldið en póli­tísk lausn á átök­un­um er enn hvergi í aug­sýn.

Sam­kvæmt Minsk II-sam­komu­lag­inu svo­nefnda sem skrifað var und­ir í fe­brú­ar verða kosn­ing­ar haldn­ar í Aust­ur-Úkraínu fyr­ir árs­lok og eiga aðskilnaðarsinn­ar þar að skila stjórn á landa­mær­un­um að Rússlandi aft­ur til úkraínskra stjórn­valda. Bú­ist er við að þau mál verði efst á dag­skrá þjóðarleiðtog­anna í Par­ís ásamt því að tryggja aðgengi aðþjóðlegra eft­ir­lits­manna að því svæðum sem upp­reisn­ar­menn halda og brott­hvarf þunga­vopna frá víg­lín­unni.

Átök­in í Sýr­landi hafa dregið at­hygli heims­byggðar­inn­ar frá Úkraínu. Rúss­ar hófu loft­árás­ir þar í dag gegn and­stæðing­um Bash­ar al-Assad, for­seta Sýr­lands. Lík­ur hafa verið leidd­ar að því að nýj­asta út­spili Vla­dimírs Pútín í mál­efn­um Sýr­lands sé meðal ann­ars ætlað að styrkja samn­ings­stöðu hans gagn­vart vest­ur­veld­un­um þegar kem­ur að Úkraínu. Hann vilji til dæm­is reyna að fá vest­ur­lönd til að létta á viðskiptaþving­un­um sem þau hafa beitt Rússa vegna af­skipta þeirra af Úkraínu.

Tals­menn Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, sögðu hins veg­ar í vik­unni að mál­efn­um Sýr­lands ann­ars veg­ar og Úkraínu hins veg­ar yrði ekki blandað sam­an. Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, mun einnig sitja fund­inn á föstu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert