Réðust á bandamenn Bandaríkjanna

Mynd frá rússneska varnarmálaráðuneytinu sem á að sýna loftárás herþotna …
Mynd frá rússneska varnarmálaráðuneytinu sem á að sýna loftárás herþotna á skotmark í Sýrlandi. AFP

Rúss­nesk­ar herþotur vörpuðu sprengj­um á æf­inga­búðir hóps upp­reisn­ar­manna sem Banda­ríkja­menn hafa stutt í Idlib-héraði í norðvest­ur­hluta Sýr­lands, að sögn tals­manns hóps­ins. Tyrk­nesk stjórn­völd hafa lýst yfir áhyggj­um af því að loft­árás­ir Rússa hafi beinst að óvin­um Rík­is íslams og óbreytt­um borg­ur­um.

Talsmaður upp­reisn­ar­mann­anna í Suq­ur al-Jabal, sem út­leggst sem Fjalla­fálk­arn­ir á ís­lensku, seg­ir við AFP-frétta­stof­una að fjór­ar rúss­nesk­ar herþotur hafi skotið tíu eld­flaug­um á æf­inga­búðir þeirra í morg­un. Tvær þotur til viðbót­ar hafi ráðist á búðirn­ar um há­degið en eng­inn upp­reisn­ar­maður hafi fallið. Hóp­ur­inn hef­ur fengið stuðning frá banda­rísk­um stjórn­völd­um í bar­átt­unni gegn Ríki íslams í Sýr­landi.

Rúss­ar hófu loft­árás­ir í Sýr­landi í gær að beiðni Bash­ar al-Assad, for­seta lands­ins. Sjálf­ir segj­ast þeir vera að taka þátt í bar­átt­unni gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams en ásakn­ir hafa komið fram um að árás­irn­ar hafi fram að þessu beinst að and­stæðing­um Assad, sem er ná­inn bandamaður Rússa, sem berj­ist einnig gegn Rík­is íslams.

„Við höf­um veru­leg­ar áhyggj­ur af upp­lýs­ing­um um að loft­árás­ir Rúss­lands í Sýr­landi hafi beinst að svæðum and­spyrn­unn­ar frek­ar en Ríki íslams og að óbreytt­ir borg­ar­ar hafi fallið sem af­leiðing af því,“ sagði Fer­idun Sin­ir­lioglu, ut­an­rík­is­ráðherra Tyrk­lands í dag.

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur hafnað full­yrðing­um um að óbreytt­ir borg­ar­ar hafi fallið í loft­árás­um flug­hers­ins. Þær séu hluti af „upp­lýs­inga­stríði“. Rúss­nesk stjórn­völd hafa haldið því fram að loft­árás­ir þeirra hafi beinst að Ríki íslams.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert