Breivik má svelta í hel

Anders Behring Breivik
Anders Behring Breivik AFP

Fang­els­is­mála­stofn­un Nor­egs ætl­ar ekki að gera neitt til þess að koma í veg fyr­ir að fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik svelti til bana ef hann stend­ur við hót­an­ir sín­ar um að fara í hung­ur­verk­fall.

Sam­kvæmt frétt Dag­bla­det er ekki heim­ilt að neyða fanga til að neyta fæðu í norsk­um fang­els­um ef viðkom­andi fangi fer í hung­ur­verk­fall.

Starfs­menn í Skien-fang­els­inu verða hins veg­ar að fræða hann um þær hætt­ur sem geta fylgt svelti.

Aslak Syse, laga­pró­fess­or við há­skól­ann í Ósló, seg­ir að það brjóti gegn mann­rétt­ind­um í Evr­ópu að neyða mat í fólk í hung­ur­verk­falli. Því er fólki heim­ilt að fara í hung­ur­verk­fall jafn­vel þótt það geti ógnað heilsu þess.

Í opnu bréfi sem Brei­vik sendi á sænska og norska fjöl­miðla hótaði hann því að fara í hung­ur­verk­fall fram í rauðan dauðann. Hann er ósátt­ur við aðbúnað í fang­els­inu og seg­ir hann hafa versnað mjög í síðasta mánuði. Öfgasinn­inn var dæmd­ur í 21 árs fang­elsi fyr­ir hryðju­verka­árás­ir í Nor­egi árið 2011. Árás­ir sem kostuðu 77 lífið, átta í sprengju­til­ræði í Ósló og 69 í sum­ar­búðum ungliða í Jafnaðarmanna­flokkn­um í Útey.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert